Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030210 - 20030216, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 74 atburðir, þar af ein sprenging. Vindasamt var alla vikuna og má reikna með að færri smáskjálftar hafi mælst en ella vegna aukins bakgrunnsóróa.

Suðurland

2 skjálftar að stærð 1,7 og 1,1 mældust þann 16. feb. um 5 km NNA af Vogsósum.
5 skjálftar, sá stærsti 0,6, mældust á Hestfjallssprungunni og brá svo við að enginn skjálfti mældist á Holtasprungunni. Myndin hér sýnir fjölda skjálfta á Holtasprungunni á viku á árunum 2002 til 2003. Greinilegt er að dregið hefur jafnt og þétt úr virkninni.

Norðurland

22 skjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi, sá stærsti 2,1 að stærð um 20 km NNA af Siglufirði þann 12. febrúar.

Hálendið

2 skjálftar (stærðir 1,4 og 2,1) mældust við Öskju. 4 skjálftar mældust undir Vatnajökli og í Kverkfjöllum. Tveir skjálftar voru staðsettir undir Skeiðarárjökli að kvöldi 15. febrúar. Af óróaritum má sjá að líklega voru mun fleiri skjálftar undir Skeiðarárjökli í vikunni.
Undir Mýrdalsjökli mældust 26 atburðir, þar af 6 stærri en 2,3. Skjálftarnir í Mýrdalsjökli voru nær allir rétt vestan Goðabungu í vesturhluta jökulsins. Hér má skoða sérkort af vestari hluta Mýrdalsjökuls. Einn skjálfti mældist í norðanverðri öskjunni.

Halldór Geirsson