| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20030512 - 20030518, vika 20

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 177 jarðskjálftar.
Suðurland
Á Reykjanesi var nokkur virkni. Skjálftar mældust við Trölladyngju, Kleifarvatn og Reykjanestá. Norðaustan við Grindavík mældust 9 skjálftar, sá stærsti 2,8 stig.
Nokkur smáskjálftavirkni var á Hengilssvæðinu og á Hestvatns- og Holtasprungum.
Norðurland
Á mánudag 12. maí mældust skjálftar suðaustan við Flatey á Skjálfanda, en þeir voru allir litlir.
Um 20 jarðskjálftar mældust í Öxarfirðinum.
Á sunnudag varð skjálfti 3,0 stig norðaustan við Grímsey og fylgdu honum um 10 eftirskjálftar.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 35 skjálftar, flestir í Goðabungu. Aðeins 3 voru stærri en 2 á Richter.
Hálendið
Fyrstu daga vikunnar voru skjálftar norðvestan við Öskju. Átta skjálftar mældust og voru þeir 1,0 til 1,9 stig að stærð.
9 skjálftar mældust undir Skeiðarárjökli, 0,7 - 1,1 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir