Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030519 - 20030525, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna voru staðsettir rúmlega 200 skjálftar, þar af 45 í Mýrdalsjökli og 15 í Skeiðarárjökli. Skjálftarnir í Skeiðarárjökli voru allir mjög smáir, aðeins einn þeirra mældist af stærð yfir 1 á Richter og enginn þeirra kom fram í sjálfvirkri úrvinnslu. Stærsti skjálftinn mældist úti fyrir mynni Eyjafjarðar þ. 25. maí og mældist hann 3,2 á Richter. Sprengingar í Helguvík, í Eyjafjarðarsveit og við Kárahnjúka komu fram í kerfinu.

Suðurland

Smáskjálfti mældist við Heklu í vikunni og nokkur virkni var í Ölfusi um 5 km suður af Hveragerði. Annars var virknin mest á Holta- og Hestfjallssprungunum.

Norðurland

Virkni mældist mest úti fyrir Eyjafirði, austan Grímseyjar og í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn mældist á fyrstnefnda svæðinu á laugardag og mældist sem fyrr segir 3,2. Í vikunni mældust 2 skjálftar við Námaskarð í Mývatnssveit og 1 við Kröflu.

Hálendið

Eins og fyrr segir voru staðsettir 15 skjálftar í Skeiðarárjökli. Þeir eru allir smáir og staðsetningar ónákvæmar. Enn fleiri skjálftar sjást í gögnunum án þess að hægt sé að staðsetja þá. Auk þess mældust skjálftar undir Bárðarbungu, við Grímsfjall og á Lokahrygg. Þá mældust 3 skjálftar í Dyngjufjöllum. Undir Mýrdalsjökli mældust 45 skjálftar og 3 við Hrafntinnusker. Smæstu skjálftarnir í Mýrdalsjökli eru ónákvæmt staðsettir og um 10 skjálftar sem greindust á svæðinu voru of smáir til að hægt væri að staðsetja þá.

Steinunn S. Jakobsdóttir