Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030526 - 20030601, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

217 jarðskjálftar mældust í vikunni 26. maí til 1. júní.

Suðurland

Mesta virkni vikunnar var á sprungu vestan við Hestvatnssprunguna, en þar mældust yfir 50 jarðskjálftar. Flestir eða yfir þrjátíu mældust þriðjudaginn 27. maí. Skjálftarnir voru allir litlir. Aðeins þrír voru stærri en 1 stig.
Á Reykjaneshrygg mældust 4 skjálftar, einn við Eldey (1,2 stig) og þrír við Geirfugladrang (1,2 - 2,5 stig).

Norðurland

Það var frekar rólegt norðan við land í vikunni. Aðeins 16 skjálftar mældust. Stærstir voru tveir skjálftar norður af Siglufirði 1. júní, sem voru 2,2 stig.
Tveir skjálftar mældust við Öxarfjörð, 1,3 og 1,4 stig.
Þrír skjálftar mældust við Mývatn (0,2 - 0,9 stig) og tveir við Þeistareyki (0,8 og 1,0 stig).

Mýrdalsjökull

54 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, langflestir undir vestanverðum jöklinum. Aðeins 6 skjálftar voru stærri en 2 stig.

Hálendið

Fjórir skjálftar mældust undir Vatnajökli. Jarðskjálfti mældist við Esjufjöll 31. maí, 1,4 stig. Tveir skjálftar mældust undir Lokahrygg, 0,8 og 0,9 stig. Einn skjálfti mældist undir Skeiðarárjökli, 1,0 stig.
Einn skjálfti mældist við Langjökul, 0,9 stig, og einn undir Hofsjökli, 1,1 stig.
Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, 0,6 - 0,8 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir