Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030602 - 20030608, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 147 skjálftar á landinu og umhverfis það. Stærstu skjálftarnir voru 2,4 stig í Mýrdalsjökli.

Suðurland

Smáskjálftar dreifðust víða um Suðurlandsundirlendið og vestur Reykjanesskagann allt út að Geirfugladrangi. Stærstur þessara skjálfta var 1,5 stig í Hestfjalli.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru dreifðir smáskjálftar. Sá stærsti var 2,0 stig 66 km NNV af Grímsey.

Hálendið

Af skjálftunum í Mýrdalsjökli reyndust 6 vera 2 stig eða stærri, þrír þeirra voru 2,4 stig. Allir þessir skjálftar voru í vestanverðum jöklinum ásamt meirihluta mældra skjálfta. Í Vatnajökli mældust skjálftar á nokkrum stöðum, sá stærsti var í Bárðarbungu 1,8 stig.

Þórunn Skaftadóttir