Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030630 - 20030706, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 162 skjálftar og fjórar sprengingar. Þar af voru tveir skjálftar langt norðan við land: 30.júní um kl.20:35 nærri Jan Mayen og 2.júlí um kl.12:33 á Kolbeinseyjarhrygg. Við Svalbarða var jarðskjálfti 4.júlí kl.07:16 að stærð mb=5,3, skv EMSC, og mældist hann á nokkrum stöðvum á Norðurlandi.

Stærsti skjálftinn á landinu varð í Bárðarbungu að kvöldi laugardags, 3,0 á Richter.

Suðurland

Skjálftar mældust áfram á Hestfjalls- og Holtasprungunum. Annars var virknin nokkuð dreifð austur að Ölfusá. Skjálftar mældust einnig í Hengli og á Hellisheiði (11 talsins, allir litlir), tveir við Vífilsfell, 3 við Kleifarvatn og einn SV af Brennisteinsfjöllum.

Norðurland

Aðfararnótt þriðjudags hófs hrina úti fyrir Norðurlandi og stóð hún yfir fram eftir degi. Flestir skjálftanna urðu á misgenginu milli Grímseyjar og Axarfjarðar en þó einnig nokkrir úti fyrir Eyjafirði og N af Siglufirði. Stærsti skjálftinn var 1,6. Önnur hrina hófst rétt eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags. Stærsti skjálftinn mældist 1,5.

Hálendið

Undir/nærri Mýrdalsjökli mældust 70 atburðir, 29 þeirra voru staðsettir. Átta skjálftar mældust yfir 2 að stærð, sá stærsti varð á mánudag 5,4 km NNV af Háubungu, ml=2,8.

Einn skjálfti mældist aðfararnótt þriðjudags við Kistufell, SSV af Trölladyngju. Hann var 2,5 að stærð. Einn skjálfti mældist nærri Þeystareykjum, tveir við SV-enda Langjökuls og einn NNV af Herðubreiðarlindum.

Aukin skjálftavirkni virðist vera í Bárðarbungu. Hún hófst líklega 4.júlí og stendur enn yfir (mjög smáir skjálftar, órói). Nokkrir stórir skjálftar urðu þar á laugardagskvöld. Fyrsti skjálftinn, og sá stærsti, mældist 3,0 á Richter og hinir fjórir voru á bilinu 1,9-2,1.

Sigurlaug Hjaltadóttir