Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030714 - 20030720, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 240 skjálftar mældust í vikunni auk nokkurra sprenginga. Mest fór fyrir virkni í Mýrdalsjökli og suður á Reykajneshrygg.

Suðurland

Áframhaldandi virkni var á sprungunum frá skjálftunum í Júní 2000. Nokkrir skjálftar mældust í Ölfusi og Hengli, sá stærsti 2,3 að stærð um 2,4 km SV af Hrómundartindi (20/7/2003 kl. 03:47). Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesi, allir litlir. Skjálftar við Helguvík og Reykjavík eru líklega sprengingar. Einn skjálfti mældist við Vestmannaeyjar.
Jarðskjálftahrina varð á Reykjaneshrygg, um 200 - 300 km frá landi. Hún hófst með tveimur skjálftum kl. 20:17 og 20:21 þann 18/7. 19/7 náði virknin hámarki og mældist stærsti skjálftinn um 4,9 Richter hjá NEIC kl. 13:13. Staðsetningar þessara skjálfta eru ekki góðar. Flestir skjálftarnir komu milli klukkan 11 og 12 19/7 og gefur hér að líta hvernig skjálftarnir komu fram í óróa á stöðvum milli 11 og 12. Hrinunni lauk 20/7. Jarðskjálftahrinur, þó ekki eins miklar og nú, urðu á svipuðum slóðum í apríl 2002 og janúar 1997.

Norðurland

Hrina skjálfta um 90 km NNV af Grímsey, rétt A við Kolbeinsey, varð á miðvikudag og fimmtudag. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 að stærð. Í júlí 1997 mældust jarðskjálftar á svipuðum slóðum, en þessi hrina telst nokkru stærri.
Dreifð virkni var á jarðskjálftabeltunum úti fyrir Norðurlandi. Þá mældist einnig skjálfti innarlega í Skagafirði og í Vopnafirði.

Hálendið

Nokkrir skjálftar voru staðsettir undir eða í Skeiðarárjökli, einn við Grímsvötn, einn við Bárðabungu, einn við Öskju og tveir á Torfajökulssvæðinu.

Mýrdalsjökull

Allnokkuð var um jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Alls voru staðsettir 75 jarðskjálftar, þar af 11 stærri en 2. Brá svo við að meirihluti skjálftanna var innan Kötluöskjunnar, sem er óvanalegt því flestir skjálftanna eru yfirleitt vestan við Goðabungu. Virknin hófst í söðlinum milli Goðabungu og Hábungu og teygði sig svo til NNA inn í öskjuna. Hér gefur að líta A-V snið af dreifingu skjálfta innan öskjunnar fyrir júní og það sem af er júlí. Þétting skjálftanna milli 19,1 og 19,2 gráða kemur vel fram.

Annað:

Á miðvikudag varð skjálfti að stærðinni 7,6 á Carlsberghrygg í Arabíuhafi, sjá nánari upplýsingar hjá NEIC. Skjálftinn sást einnig vel á þenslumælakerfi Veðurstofunnar.

Halldór Geirsson