Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030908 - 20030914, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

277 jarðskjálftar mældust dagana 8. - 14. september 2003.

Suðurland

Um 130 smáskjálftar mældust í Ölfusinu, allir innan við 2,0 að stærð. Hrinan hófst mánudaginn 8. september. 39 skjálftar mældust þann dag og 18 fyrri hluta þriðjudags. Nokkuð rólegt var á miðvikudeginum, en á fimmtudaginn mældust 37 skjálftar.

Norðurland

Stærsti skjálfti vikunnar, 3,5 að stærð, mældist kl. 08:23 laugardaginn 13. september. Upptök hans voru um 40 km NNV af Grímsey.
Á miðvikudag, 10. september, mældust 10 skjálftar 40-45 km vestur af Grímsey. Stærstu skjálftarnir voru 2,7 stig.

Mýrdalsjökull

49 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, langflestir undir vestanverðum jöklinum.

Hálendið

Miklar hreyfingar voru í Skeiðarárjökli á þriðjudag og miðvikudag. 33 skjálftar voru staðsettir í jöklinum í vikunni.
Einn skjálfti, 1,1 stig, mældist í Grímsvötnum 9. september og einn, 1,4 stig, undir norðvestur horni Vatnajökuls 12. september.
Einn skjálfti mældist undir Herðubreið sunnudaginn 14. september, 2,1 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir