| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20030922 - 20030928, vika 39

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 150 skjálftar og 5 sprengingar.
Suðurland
59 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi. Allir voru þeir smáir, en aðeins tveir þeirra voru
stærri en 1 á Richter (Ml). Auk þess voru 13 smáskjálftar út á Reykjanesskaganum.
Norðurland
Einn lítill skjálfti var rétt austan við Mývatn, en 21 skjálfti var norður af landinu. 5 af þeim voru rétt við Flatey. Allir skjálftarnir voru frekar smáir, en aðeins 2 þeirra voru stærri en 2 á Ricther (Ml) og var sá stærsti 2,2 á Richter (Ml).
Hálendið
Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 46 skjálftar. Mesta athyggli vekur stutt hrina þann 22. september í miðjum jöklinum, en þar urðu 11 skjálftar milli klukkan 19:15 og 19:47 og var stærsti skjálftinn þar rétt um 3,5 á Richter (Ml). Flestir voru skjálftarnir þó vestar í jöklinum, við Goðabungu, eða 29.
Í Vatnajökli voru 8 skjálftar. Þar af var einn í Öræfajökli upp á 1,8 á Richter (Ml). 5 skjálftar voru nálægt Grímsfjalli, einn við Skaftárkatla og annar rúmlega 8 km ANA af Bárðarbungu.
Hjörleifur Sveinbjörnsson