| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20031215 - 20031221, vika 51

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 156 skjálftar og 9 sprengingar. Skjálftarnir dreifðust um allt land, en ekki voru neinir stóratburðir í vikunni.
Suðurland
Rúmlega 50 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi. Flestir þeirra voru minni en 1 á Richter.
Norðurland
Tæplega 40 skjálftar voru staðsettir fyrir Norðan landið. Einn skjálfti var við Mývatn og tveir rétt sunnan við Herðubreið. Stærsti skjálftinn var upp á tæplega 3 á Richterum 13 km Austan við Grímsey.
Hálendið
6 Skjálftar voru staðsettir í Vatnajökli, einn í langjökli og 52 í Mýrdalsjökli.
Hjörleifur Sveinbjörnsson