Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20031222 - 20031228, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Staðsettir hafa verið 177 skjálftar í jólavikunni. Stærsti skjálftinn varð úti á Reykjaneshrygg.

Suðurland

Hrina úti á Reykjaneshrygg aðfararnótt 22.desember (mánudags). Hrinan hófst rúmlega hálf-tvö og stóð í tæpan klukkutíma. Búið er að staðsetja 9 skjálfta úr hrinunni, á stærðarbilinu 2.5 upp í tæplega 4. Sá stærsti varð rétt fyrir tvö. Síðar í vikunni mældust nokkrir skjálftar nokkru norðar á hryggnum, flestir minni. Á Reykjanesskaganum mældust tveir skjálftar í Fagradalsfjalli, nokkrir litlir við Núpshlíðarháls (og í Móhálsadal) og við Kleifarvatn. Allnokkrir litlir skjálftar voru staðsettir á Holtasprungunni og nokkrir á Hestfjallssprungunni og á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Allmikil virkni var við Grímsey og víðar á Tjörnesbrotabeltinu.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 48 skjálftar, langflestir þeirra vestan Goðabungu. 4 skjálftar voru staðsettir norðan Torfajökuls og fjórir við Grímsfjall.

Sigurlaug Hjaltadóttir