Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20031229 - 20040104, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 164 atburðir þessa vikuna, þar af 44 undir Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 við Geirfuglasker.

Suðurland

Virknin á Suðurlandinu var mest bundin við Hestfjalls- og Holtasprungurnar. Nokkrir skjálftar mældust á Hengilsvæðinu og tveir skjálftar undir Ingólfsfjalli, auk þess sem það mældust smá skjálftar undir Heklu, við Vatnafjöll, á Rangárvöllum og á Landi. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga varð kl. 14:23 á laugardag, 3.1.04, nálægt Lambafelli norður af Trölladyngju og mældist hann 2,4 á Richter. Nokkrir skjálftar mældust undir Kleifarvatni, 1 í sunnanverðum Sveifluhálsi, 1 í vestanverðu Fagradalsfjalli og 2 rétt við Grindavíkurhöfn. Stærsti skjálfti vikunnar mældist við Geirfugladrang út af Reykjanesi.

Mýrdalsjökull

Í vikunni mældust 44 skjálftar undir Mýrdalsjökli, nánast allir í vestanverðum jöklinum. Skjálftarnir 2 sem lenda í miðjum jöklinum eru illa staðsettir. Til viðbótar þessum skjálftum sáust í gögnunum 5 skjálftar sem ekki var hægt að staðsetja.

Norðurland

Mestöll Húasavíkursprungan virðis vera á iði þessa vikuna og eins heldur virknin við Grímsey áfram. Í Kröfluöskjunni mælast 2 skjálftar.

Hálendið

Smáskjáfti mældist undir Geitlandsjökli í Langjökli og þó nokkur virkni mældist um vestanverðan Vatnajökul. Í norðanverðri Bárðarbungu mældust 3 skjálftar, 1 á Lokahrygg og nokkrir við Grímsfjall. Um hádegisbilið á laugardag mældust 2 skjálftar með nokkurra mínútna millibili rétt norður af Þórðarhyrnu í Vatnajökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir