Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040315 - 20040321, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru staðsettir 155 atburðir í vikunni, þar af 10 sprengingar. Mest bar á áframhaldandi smáskjálftavirkni um 20 km N við Hveravelli. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,5 að stærð í Mýrdalsjökli sunnudaginn 21. mars.

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar á Suðurlandsundirlendi og á Hengilssvæði. 4 smáskjálftar mældust rétt ANA við Bjarnastaði í Ölfusi.

Norðurland

Fyrri part vikunnar mældust nokkrir skjálftar (stærðir 1 til 2) um 25 km ASA af Grímsey. Einnig mældust nokkrir smáskjálftar um 12 km NV af Gjögurtá (stærðir 0,5 til 1,3). Annars tíðindalítið.

Hálendið

Áframhaldandi skjálftavirkni mældist um 20 km N af Hveravöllum. Skjálftavirknin er rétt V við Draugháls í Guðlaugstungum og hófst fyrir um mánuði síðan. Í vikunni voru staðsettir 18 skjálftar við Draugháls, sá stærsti 2,3 að stærð. Einnig mældust á annan tug jarðskjálfta sem ekki var unnt að staðsetja, en eiga væntanlega upptök á sama stað og hinir.
3 skjálftar (stærðir 0,7 til 1,3) mældust í Grímsvötnum og einn við Kistufell (stærð 2,2) í norðurjaðri Vatnajökuls.
Undir Mýrdalsjökli var staðsettur 51 skjálfti, þar af 7 yfir 2,0 að stærð. Flestir skjálftarnir voru vestan í Goðabungu, en 3 skjálftar mældust nálægt miðjum jöklinum.

Halldór Geirsson