Alls mældust 212 skjálftar og 3 sprengingar þess vikuna, þar af 34 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn, 2,7 mældist í Mýrdalsjökli (11 apríl).
Suðurland
Þrír skjálftar mældust við Geirfuglasker á Reykjaneshrygg og einn við Reykjanestá. Þar mældust 12 skjálftar í Fagradalsfjalli og 4 við Krísuvík. Á Hengilssvæði mældust 17 skjálftar og 8 í Ölfusi; þeir voru líka allir litlir. 21 skjálfti var staðsettur á Suðurlandsundirlendinu og voru þeir allir mjög litlir.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust 99 skjálftar. Um 44 jarðskjálftar mældust í Öxarfirðinum, dagana 5. - 6. apríl. Stærsti skjálftnn var kl. 03:37 (5/4), M=2,4.
Önnur virkni norðan við land var dreifð.
Hálendið
Í Vatnajökli mældust tveir skjálftar við Grímsfjall. Einn skjálfti mældist við Öskju. Á fimmtudag mældist skjálfti undir Þórdisjökli, á föstudagskvöld mældist skjálfti undir Skjaldbreið, og á laugardag var skjálfti undir Sandvatni.
34 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum. 5 voru stærri en 2,0 stig, og stærsti skjálftinn var 2,7 (kl. 21:09 11/4).