Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040426 - 20040502, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 18 voru staðsettir 178 jarðskjálftar á stærðarbilinu frá -0,6 upp í 2,4. Helstu smáhrinur voru í Ölfusi fyrri part vikunnar og í Öxarfirði um miðja vikuna. Auk þess mældust 4 sprengingar, 2 við Kárahnjúka, 1 við Helguvík og 1 við Þorlákshöfn. Sprengingarnar koma ekki fram á kortunum.

Suðurland

Virknin á Suðurlandsundirlendinu var nokkuð hefðbundin þessa vikuna, flestir skjálftar í Holtunum og við Hestfjall. 1 skjálfti mældist undir Skarðsfjalli og annar rétt austur af Selfossi. 1 skjálfti af stærð 2,4 mældist suður af Ölfusárósi á móts við Vestmannaeyjar. Um 30 skjálftar mældust í Ölfusi ofan við Hjallafjall og 9 skjálftar á Hengilssvæðinu norður af Hveragerði, en enginn þeirra náði stærð 2.

Norðurland

Tæplega 60 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu norður af landinu, 1 skjálfti mældist í Fljótunum og 2 skjálftar við annars vegar Þeystareykjabungu og hins vegar Gæsafjöll. Stærsti skjálftinn mælist af stærð 2,4 í Öxarfirði, en þar var mest virkni um miðbik vikunnar.

Hálendið

14 skjálftar mældust í Vatnajökli þessa vikuna, þar af 1 af stærð yfir 2. Virknin er á 3 stöðum, í Kverkfjöllum, en þar mældust 2 skjálftar, í Grímsvötnum og suður af Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn mældist af stærð 2,2 og var hann staðsettur rétt norður af Lokahrygg. Skjálftarnir í Grímsvötnum eru sumir hverjir mjög smáir. Við Dreka í Öskju mældust 3 skjálftar á stærðarbilinu 1,5 - 2.

Mýrdalsjökull

Í vikunni mældust 38 skjálftar undir Mýrdalsjökli, þar af voru 5 skjálftar af stærð 2-2,4. Langflestir skjálftanna mældust við Goðabungu.

Steinunn S. Jakobsdóttir