Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040503 - 20040509, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Virkni var róleg á landinu í vikunni. Alls voru staðsettir 127 atburðir, sá stærsti 2,4 að stærð í grennd við Vestari Skaftárkatla í Vatnajökli þann 4. maí.

Suðurland

Að kvöldi 4. maí varð lítil hrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Mældust þar 11 skjálftar á stærðarbilinu 1,3 til 2,2.
Nokkrir smáskjálftar mældust í Ölfusi og á Hengilssvæði, auk þess sem nokkrir smáskjálftar mældust á Hestfjalls- og Holtasprungunum.

Norðurland

Virkni dreifð sem oft áður. Nokkrir skjálftar (stærðir 0,9 til 1,9) mældust í Öxarfirði og nokkrir austan við Flatey.

Hálendið

Vatnajökull virðist vera að taka aðeins við sér. Fjórir skjálftar (stærðir 0,7 til 2,4) mældust í grennd við Vestari Skaftárkatla þann 4. maí. Fjórir skjálftar voru staðsettir við Grímsfjall og auk þess sáust nokkrir skjálftar á Grímsfjallsmælinum sem ekki var unnt að staðsetja. Nokkrir skjálftar voru staðsettir í Skeiðarárjökli á laugardag og sunnudag. Eftir hádegi á sunnudag fór að mælast aukinn hátíðniórói á Kálfafelli og Grímsfjalli, en slíkt gerist oft í tengslum við jökulhlaup undan Skeiðarárjökli. Óróinn heldur áfram í næstu viku.
Við Herðubreið voru staðsettir sjö skjálftar á stærðarbilinu 1,1 til 1,9. Staðsetning minni skjálftanna er ónákvæm.
Í Mýrdalsjökli var jarðskjálftavirknin með rólegra móti.

Halldór Geirsson