Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040531 - 20040606, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 177 skjálftar á og við landið, sá stærsti 2,4 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi urðu 75 skjálftar, þar af 7 á Holtasprungunni og 37 á Hestfjallssprungunni. Á Hengilssvæði voru 12 skjálftar á bilinu -0,5 - 1,2. Á Reykjanesi voru fjórir skjálftar, 0,0 - 0,5 að stærð og á Reykjaneshrygg voru fjórir, 0,7 - 2,1 að stærð. Einn skjálfti varð 4 km norður af Surtsey, hann var af stærðinni 1,1. Við Landgrunnsbrún suður af Papagrunni mældist líka einn skjálfti, hann var 2,4 að stærð.

Norðurland

Á Norðurlandi mældusst 45 skjálftar, þar af 8 í Öxarfirði, 2 á Tjörnesi, 6 við Flatey 6 í þyrpingu norður af Eyjafirði, tveir á Tröllaskaga, 12 austan við Grímsey og aðrir 5 norðan og vestan Greímseyjar. Þessir skjálftar voru á stærðarbilinu 0,1 - 2,2. Þrír skjálftar, 1,5 - 2,4 að stærð mældust við Skárastaði í Miðfirði.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli urðu 39 skjálftar á stærðarbilinu 0,5 - 2,5. Í Eyjafjallajökli var einn skjálfti 0,4 að stærð. Í Torfajökli urðu tveir skjálftar 0,7 að stærð, Í Vatnajökli þrír, 1,2 -1,7 að stærð og í Langjökli einn 1,1 að stærð.

Kristin S. Vogfjörð