Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040809 - 20040815, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 321 skjálfti og 10 sprengingar (fjórar við Helguvík, þrjár við Kárahnjúka, tvær við Þorlákshöfn, ein í Kolgrafarfirði). Flestir skjálfarnir urðu úti fyrir Norðurlandi í tveimur hrinum, sú fyrri var um 30 km norður af Siglufirði og hin seinni um 18 km austur af Grímsey. Stærstu tveir skjálftarnir urðu í seinnni hrinunni og voru 3,4 að stærð.

Suðurland

Þrír litlir skjálftar mældust í/nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, einn lítill í Bljáfjöllum og einn í Gullbringu. Sex skjálftar mældust við Kleifarvatn (Syðristapa), allir utan einn sama dag, 11. ágúst, sá stærsti var 1,4 að stærð. Þrír skjálftar mældust 4-5 km S af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.

44 skjálftar mældust á Suðurlandi og Hengilssvæði flestir litlir. Sá stærsti, 1.4 að stærð, varð 3.5 km SV af Hrómundartindi.

Norðurland

190 skjálftar mældust á/úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Langflestir þeirrra urðu í tveimur hrinum. Sú fyrri varð um 30 km N af Siglufirði 10.ágúst, 21 skjálfti mældist þar, sá stærsti 2.4 að stærð. Í seinni hrinunni mældust 117 skjálftar 11.-15. ágúst. Stærstu skjálftarnir urðu 12. ágúst (3,0 og 3,4) og aðfararnótt 13. ágúst (stærð 3,4).

Hálendið

67 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Langflestir þeirra voru vestan í jöklinum (vestan við Goðabungu). Hinir ellefu voru staðsettir innan öskjunnar eða norðarlega undir jöklinum. 16 skjálftar náðu stærðinni tveimur, sá stærsti var 2,5. Einn lítill (Ml 0,8) skjálfti mældist vestan Torfajökuls, nánar tiltekið 8.1 km NNV af Álftavatni.

Fimm skjáltar voru staðsettir undir Vatnajökli, tveir stærstu voru að stærð 1,6 og urðu 10.8 km ANA af Bárðarbungu og 6.3 km NNA af Grímsfjalli. Hina þrjá var erfitt að staðsetja en þeir urðu norðarlega í jöklinum mældust sama dag og óróahrina sást á mælinum á Grímsfjalli, laugardaginn 14. ágúst. Svipaður óróapúls sást einnig á sama mæli á miðvikudag (11. ágúst um kl 05:30) og fimmtudag (12. ágúst milli 06:00 og 06:30). Sjá nánar hér.

Tveir litlir skjálftar mældust sunnan langjökuls.

Sigurlaug Hjaltadóttir og Matthew J. Roberts