Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040816 - 20040822, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 211 skjálftar. Stærsti skjálftinn var við Herðubreið 2.6 á Richter. Nokkuð var um örsmáa skjálfta. Þeir mælast frekar í hægviðri. Í hvassviðri hverfa þeir í titringi vegna vinds.

Suðurland

Smáskjálftahrina varð á borholusvæðinu við Nesjavelli. Slíka hrinur koma alltaf annað veifið. Í nágrenni Geysis urðu 4 skjálftar. Í Fagardalsfjalli var áframhaldandi smáskjálftahrina.

Norðurland

Við Kröflu varð einn smáskjálfti. Í Flateyjardal urðu 2 litlir skjálftar. Aðrið skjálftar urðu úti í sjó. Á Akureyri mældust nokkrar sprengingar.

Hálendið

Við Herðubreið mældust 8 skjálftar. Sá stærsti var 2.62 á Richter.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust u.þ.b. 20 skjálftar. Þeir stærstu voru rúmlega 2 á Richterskvarða.

Vigfús Eyjólfsson