Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040823 - 20040829, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir ríflega 420 atburðir, þar af 13 sprengingar. Mest bar á tveimur jarðskjálftahrinum úti fyrir Norðurlandi undir lok vikunnar. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð, varð í upphafi hrinunnar við Grímsey.

Suðurland

Smáskjálftar á víð og dreif. Nokkrir skjálftar V við Kleifarvatn og úti á Reykjaneshrygg. Nokkrir skjálftar á Hengilssvæði og Ölfusi, svo og á Hestfjalls- og Holtasprungunum frá júní 2000. Aðfaranótt 28. ágúst mældust 12 smáskjálftar (sá stærsti 0,1 að stærð) við suðurenda Hestfjallssprungunnar. Einn smáskjálfti var staðsettur við Heklu.

Norðurland

Framan af vikunni var tíðindalítið á Norðurlandi, nema þá helst að nálægt miðnætti 24. ágúst mældust 3 skjálftar norður á Kolbeinseyjarhrygg, um 230 km N af Grímsey. Nokkrir skjálftar mældust í Axarfirði og á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu SA af Flatey.
26. og 27. ágúst mældust nokkrir smáskjálftar (að stærð 1,5) um 22 km NNA af Siglufirði. Aðfaranótt 28. ágúst bætti heldur í virknina og rétt fyrir 9 um morgunninn mældist stærsti skjálftinn í þeirri hrinu, 2,8 að stærð. Nokkuð dró úr virkninni eftir það, en jarðskjálftavirkni hélt áfram á sama svæði fram í næstu viku, sjá mynd af jarðskjálftaferlum.
Sunnudaginn 29. ágúst hófst hrina um 12 km A af Grímsey með skjálfta af stærðinni 3,4 klukkan 15:48. Sú hrina var ákafari en sú við Tröllaskagann, en hraðar dró úr virkninni, sjá mynd af jarðskjálftaferlum.

Hálendið

Um 10 skjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli, allir fremur smáir.
Tveir skjálftar voru staðsettir við Herðubreið.
Yfir 50 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, þar af 10 stærri en 2,0. Flestir skjálftanna voru vestan við Goðabungu.

Halldór Geirsson