Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041004 - 20041010, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 138 skjálftar.

Suðurland

Á Suðurlandi voru staðsettir 39 skjálftar og voru þeir allir smáir.
Á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg voru staðsettir 24 skjálftar. Stærstur þeirra var um 27 km SV af Eldeyjarboða og var hann 2,8 á Richter.

Norðurland

Einn skjálfti var staðsettur á Norðurlandi, en 21 fyrir norðan landið.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli var staðsettur 41 skjálfti. Í Vatnajökli voru 6 skjálftar, þar af 3 við Grímsvötn, 2 við Þórðarhyrnu og einn við Hamarinn.
Einn skjálfti var í Langjökli, tveir rétt vestan við Hveravelli og einn um 15 km N af Hveravöllum.

Hjörleifur Sveinbjörnsson