Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041011 - 20041017, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 215 atburðir, þar af 12 sprengingar.

Suðurland

Á suðurlandi mældust nokkrir smáskjálftar, flestir á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Um 40 km NV af Grímsey mældust stærstu skjálftar vikunnar, 3,0 og 2,8 að stærð, fimmtudaginn 14. október. Annars var rólegt úti af Norðurlandi.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir yfir 100 atburðir, þar af 20 stærri en 2,0 að stærð og var stærsti skjálftinn 2,5 að stærð.
Dagana 11. til 12. október mældust voru staðsettir nokkrir ísskjálftar undir vestanverðum Skeiðarárjökli. Úrhellisrigning var á svæðinu á þessum tíma og kann það vel að hafa valdið skjálftunum, en einnig er mögulegt að seytlað hafi úr Grænalóni.

Halldór Geirsson