Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041018 - 20041024, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 200 skjálftar voru staðsettir þessa vikuna, þeir stærstu á landinu voru undir Mýrdalsjökli af stærð 2,4 og við Hamarinn í Vatnajökli af stærð 2,3. Auk þess mældist skjálfti af stærð 3 um 230 km norður af landinu á Kolbeinseyjarhrygg.

Suðurland

Athyglisverðastir þessa vikuna eru 3 skjálftar sem mældust undir Heimaey á milli kl. 1 og 3 fimmtudaginn 21. október. Þeir eru allir á um 16 km dýpi og stærðin um 1.

Norðurland

Frekar rólegt á norðurlandi, stærsti skjálftinn mældist þ. 22. norður á Kolbeinseyjarhrygg og var hann rúmlega 3 á Richter. Nokkrir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu.

Hálendið

92 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, þar af voru 17 af stærð yfir 1,7. 3 skjálftar voru staðsettir við Hamarinn í Vatnajökli og 21 skjálfti var staðsettur við Grímsvötn í Vatnajökli. Skjálftarnir við Grímsvötn eru þó flestir mjög smáir, aðeins 7 þeirra ná stærðinni 1. Undir Langjökli mældist 1 smáskjálfti og 1 smáskjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu.

Steinunn S. Jakobsdóttir