Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Óróahviður sáust á mælinum á Kálfafelli á fimmtudag. Sjá óróann þá á mismunandi tíðniböndum á Kálfafelli og á Grímsfjalli. Mikil smáskjálftavirkni er þá greinileg á Grimsfjalli. Óróinn á Kálfafelli var lotubundinn og mest á tíðniböndunum 6-7 Hz og 3-5 Hz (sjá tíðniróf á lóðrétta þætti mælisins á Kálfafelli milli kl. 12:00 og 12:25 á fimmtudag. Um hádegi á föstudag komst leiðniskynjari Vatnamælinga Orkustofnunar (sjá hér) aftur í snertingu við vatn og sýndi þá töluvert aukna leiðni. Allt þetta gaf til kynna að Skeiðárarhlaup væri farið að grafa um sig. Kl. 4:45 aðfararnótt laugardags fóru að mælast ísskjálftar í Skeiðararjökli. Leiðni og vatnshæð Skeiðár héldu einnig áfram að vaxa. Bakgrunnsórói á mælinum á Grímsfjalli á hádegi á sunnudag sést hér. Hann fór vaxandi eins og sjá má hér (sjá hér).
Í Mýrdalsjökli mældust 96 skjálftar á stærðarbilinu 0.6 til 2.5.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 10 skjálftar á stærðarbilinu 0.6 til 1.0.