| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20041101 - 20041107, vika 45

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Það voru 412 jarðskjálftar staðsettir í viku 45. Um helmingur þeirra tengdist eldgosi í Grímsvötnum, sem byrjaði þann 1. nóvember. Skjálftarnir sem mældust voru frá -0,2 til 3,2 á Richterkvarða. Sá stærsti varð þann 3. nóvember, kl. 04:26, um 30 km frá SV af Reykjanesi. Til að sjá línurit af jarðskjálftavirkni viku 45, smellið hér. Að auki voru þrjár sprengingar við Kárahnjúka. Það er líklegt að það hafi verið ein sprenging annars staðar, en það hefur ekki verið staðfest eins og er.
Til að fá yfirlit um eldgosið í Grímsvötnum, smellið hér.
Suðurland
Það urðu 32 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist 1,1 á Richterkvarða. Á Reykjanesskaga mældust 67 skjálftar, sá stærsti 3,1 á Richterkvarða.
Norðurland
42 jarðskjálftar voru mældir á Norðurlandi og sá stærsti mældist 2,6 á Richterkvarða.
Hálendið
Í viku 45 mældust 185 jarðskjálftar í og við Vatnajökul. 184 skjálftar urðu við Grímsvötn og einn rétt vestur af Hamrinum. Að auki urðu tveir ísskjálftar í Skeiðarárjökli þann 1. nóvember á meðan á jökulhlaupinu stóð, sem byrjaði þann 30. október 2004 og kom úr Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn við Grímsvötn mældist um 3 á Richterkvarða og var mældist kl. 20:11 þann 1. nóvember. Viðvörun til Almannavarna var gefin af Veðurstofunni rétt eftir þennan atburð, þar sem varað var við yfirvofandi gosi í Grímsvötnum eða að það hafi byrjað rétt í því. Smellið hér til að sjá línurit af jarðskjálftavirkni við Grímsvötn þann 1. nóvember.
Það urðu 67 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli, frá 0,2-2,2 á Richterkvarða. Flestir mældust við Goðabungu, rét vestur af Kötluöskjunni.
Við Eyjafjallajökul mældust sex jarðskjálftar og var sá stærsti 1,6 á Richterkvarða.
Matthew J. Roberts
Aðstoð veittu Þórunn Skaftadóttir og Bergþóra Þorbjarnardóttir