Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041108 - 20041114, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 140 skjálftar á landinu og fjórar sprengingar: í námu við Vatnsskarð (nærri Kleifarvatni), við Kárahnjúka og í Mosfellsbæ/Rvk. Stærsti skjálftinn varð í Mýrdalsjökli, um 2,4 að stærð. Gosið í Grímsvötnum var í rénum en enn hljóp úr vötnunum.

Suðurland

Þrír litlir skjálftar urðu á Reykjanesskaga: við suðvesturenda Kleifarvatns og tveir í Móhálsadal. Dreifð virkni var um Suðurland, skjálftar (allir litlir) mældust við Holtasprunguna og Hestfjallssprunguna (frá júní 2000), tveir skjálftar mældust suður við Þjórsá (sunnan við SIL-stöðina Ásmúla) og nokkrir í Ölfusi, allir litlir. Skjálftar mældust einnig víða á Hengilssvæði/Hellisheið, sá stærsti rúmlega 1,3 að stærð, nærri Kömbum.

Norðurland

Virkni úti fyrir Norðurlandi var ekki sérlega mikil þessa vikuna, nokkrir skjálftar mældust í Öxarfirði, nokkrir SA Grímseyjar og fáeinir úti fyrir mynni Eyjafjarðar.

Hálendið

Í undir Eyjafjallajökli mældust 6 skjálftar í vikunni, sá stærsti rétt rúmlega tveir að stærð. Hinir voru allir litlir. Skálftar mældust einnig undir jöklinum í síðustu viku (sex, allir litlir). Skjálftar í Eyjafjallajökli jan.2000-nú.
Undir Mýrdalsjökli mældust í allt 55 skjálftar, allir utan einn undir vesturhluta jökulsins. Sá stærsti var um 2,4 að stærð, en ellefu skjálftar voru yfir tveimur að stærð.
Einn skjálfti mældist við Mývatn og annar lítill nokkuð norðar; einn nærri Kollóttudyngju (norðan Öskju), einn í Vatnajökli (vestarlega), einn sunnan í Langjökli og nærri Þórisjökli, og einn nærri Guðlaugstungum (norðaustan við Hveravelli).
Skjálftinn sem mældist við Kárahnjúka er að öllum líkindum sprenging.

Grímsvötn

Þótt gosið hafi verið í rénum í byrjun vikunnar sást óróapúls á lægstu tíðnum (0,5-1Hz) á lóðrétta þætti (eða heldur aðallega á lóðréttum þætti, en einnig á láréttum, E og N, þáttum) mælisins á Grímsfjalli á þriðjudag milli u.þ.b. 06:30 og 13:30, sjá óróamynd frá 9.nóvember. Það er líklegt að hann hafi stafað af e-s konar óróa/suðu í gosstöðvum.

Áfram hljóp úr Grímsvötnum í vikunni. Óróapúlsar sáust öðru hverju á mæli á Grímsfjalli, aðallega á hæstu tíðnunum (2-4Hz): Óróahviða á fimmtudagsmorgni, 11.nóv., rétt rúmlega níu og svo um ellefuleytið. Sjá mynd: grf 11.nóvember. Óróinn hjaðnaði nokkuð eftir miðnætti aðfararnótt föstudags, um eitt-leytið, en tók smá kipp á föstudagsmorgni milli fimm og hálf-níu, sjá mynd frá 12. nóvember. Svipaðir púlsar sáust í fyrri viku, t.d 6.nóvember.

Sigurlaug Hjaltadóttir