Eldgos í Grímsvötnum í nóvember 2004

Heimasíða
Heim -Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins - Eðlisfræðisvið - Jarðskjálftar - Eldgos- GPS - Óson - Órói - Þensla - Fréttir - Starfsmenn & póstur- English - webmaster@vedur.is       PREPARED

Eldgos hófst í Grímsvötnum að kvöldi 1. nóvember 2004

MJR_08.JPG (383858 bytes)

Frá miðju ári 2003 hefur verið viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum í Vatnajökli, eins og sést á myndinni hér að neðan sem sýnir uppsafnaðan fjölda skjálfta (blá lína) og uppsafnaða streituútlausn í skjálftum (rauð lína) undir Grímsvötnum frá 2001.

gv_fj.gif (16123 bytes)

 Um miðjan ágúst 2004 fóru að sjást um hálftíma langar óróahviður á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Orkan í þeim var mest á tíðnisviðinu 1-3 Hz og benti til aukinnar hveravirkni ( sjá nánar hér og  yfirlit viku 33). 11. október mældust síðan nokkrir ísskjálftar í vestanverðum Skeiðarárjökli og skjálftatoppar sáust í óróanum á Kálfafelli í Fljótshverfi (sjá óróamynd frá  Kálfafelli).Staðsetning skjálftanna var á safnsvæði Súlu og þess vegna voru þeir taldir stafa af hugsanlegu smáhlaupi úr Grænalóni, eða aukinni rigningu á svæðinu (sjá yfirlit viku 42 og tölvupóst til samráðshóps vísindamann um jarðvá (MDJ) frá sömu viku). Engin merki um aukna leiðni sáust á mæli Vatnamælinga Orkustofnunnar við Skeiðarárbrú. 

Í vikunni 18.-24. október fór að sjást óvenjulegur lotubundinn órói á Grímsfjalli, sem virtist hafa orku milli 2 og 8 Hz. Þá jókst einnig skjálftavirknin í Grímsvötnum skyndilega en skjálftarnir voru yfirleitt smáir, eða í kringum 1 að stærð ( sjá yfirlit viku 43). Í upphafi vikunnar þar á eftir stækkuðu skjálftarnir og voru yfirleitt orðnir í kringum 2 að stærð (sjá tölvupóst á MDJ frá viku 44 og yfirlit viku 44 ). Í lok þeirrar viku höfðu mælst tæplega 40 skjálftar í Grímsvötnum. 

gps0.gif (57587 bytes)

Um hálfum mánuði fyrir gosbyrjunina í Grímsvötnum verður færsla á samfellda GPS mælinum á Skrokköldu (SKRO) sem er í um 56 km fjarlægð frá Grímsfjalli. Frá 18. - 26. október er færslan á SKRO upp og um 7 mm til vesturs sem bendir til innskots í kvikuhólf á nokkru dýpi í Grímsvötnum. Mögulegt er að þetta innskot hafi aukið bráðnun og þar með flýtt jökulhlaupinu, sem hófst þann 30. október.

Í haustferð Jöklarannsóknafélagsins á Grímsfjall í lok september voru gerðar GPS mælingar á færslu frá júní til september 2004 (sjá tölvupóst á MDJ þar að lútandi frá 25. október 2004)

grf_n_oroi_01.gif (893033 bytes)

Á jarðskjálftamælinum á Kálfafelli  mátti sjá að hlaup var byrjað að grafa um sig þann 28. okt.( sjá tölvupóst á MDJ). Hlaupið hófst svo fyrir alvöru aðfararnótt laugardags 30. okt.  þegar vatn fór að hækka í Skeiðará. Hlaupórói var einnig greinilegur á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli þann 28.  og jókst jafnt og þétt. Á hádegi 31. október var hann eins og sést (hér) á tíðnirófi af lóðrétta þætti mælisins, þar sem orkan í óróanum er mest á milli 2 og 6 Hz. Að morgni 1. nóvember er útslagið u.þ.b. helmingi stærra, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Engin merki sjást enn sem komið er um gósóróa.

Á fjórða tímanum aðfararnótt mánudagsins 1. nóvember hófst skjálftahrina  undir vötnunum og fram til kl. 14 var hægt að staðsetja 12 skjálfta úr henni. Sá stærsti varð kl. 06:51 og var um 3 stig. Næsti skjálfti sem hægt var að staðsetja varð 19:30. Hrina skjálfta fylgdi í kjölfarið þó að ekki sé hægt að staðsetja nema sex  þeirra til kl. 20:10, þegar stærð skjálftanna jókst og hrinan varð mjög kröftug.

gps-stn.gif (143725 bytes)

Kortið hér að ofan sýnir upptök skjálfta (rauðir hringir)  í Vatnajökli frá 18. október og til 1.nóvember 2004.
Fyrsta áætlaða staðsetning eldgossins er sýnd með dökkum tígli. Jarðskjálftastöðvar eru sýndar með grænum þríhyrningum og GPS stöð með gulum ferningi.

trem_grf_01.gif (417811 bytes)

Viðvörun um eldsumbrot var send til Almannavarna kl 20:10. Kröftuga skjálftavirknin sem hófst um 20:10 sést greinilega á óróateikningu frá Grímsfjalli hér að ofan, en hún sýnir orku á mismunandi tíðniböndum jarðskjálftamælisins. Stærsti skjálftinn í upphafi hrinunnar var 3 stig kl. 20:11 og sést hann og þéttleiki skjálftanna greinilega á tíðnirófi frá Grímsfjalli hér fyrir neðan. Næstu tvo tímana mældust um 160 skjálftar og voru þeir stærstu 2,8 stig.

grf_z_spectr_05.gif (949961 bytes)

Greinanleg merki um gosóróa komu ekki fram fyrr en eftir stóran skjálfta kl. 21:50, en þá fór að sjást samfelld orka í tíðnirófum við 1 Hz og óx hún á næstu klukkustundum. Sjá mynd hér að neðan.

grf_n_spectr_02.gif (907014 bytes)

Óróinn hélst samfelldur alla nóttina en þó má sjá að milli kl. 04-05  (2/11) færðist aukinn kraftur í gosvirknina. Á  radarmyndum mátti einnig sjá að  gosmökkurinn var meiri á þessum tíma. Myndin að neðan sýnir óróaplott frá jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Sýnd er upphreyfing (Z-ás) á 3 tíðniböndum. Mæligögnin eru síuð með miðgildissíu.

grf_trem.gif (21065 bytes)

Hér má sjá óróaplott frá öllum jarðskjálftastöðvum Veðurstofunnar. Takið eftir að gosóróinn sést á mælum sem eru langt frá Grímsvötnum, t.d Haukadal á Suðurlandi og Grímsstöðum.

Radarmyndir frá Veðurstofu Íslands af gosmekki í upphafi eldsumbrota í Grímsvötnum í Nóvember 2004.

2004110215000046_test_etop_480_etz.gif (58888 bytes) gos_1.gif (54673 bytes)

Hér að ofan og til vinstri er mynd tekin 2. nóvember kl. 15:00 þar sem sjá má tvo gosmekki sem virðast vera hlið við hlið. Myndin til hægri er hreyfimynd ( 5 mínútna bil) sem sýnir tímabilið frá kl. 14:30 til 15:30 þann sama dag

Gervihnattamyndir frá Sviss af gosmekkinum

modis2.jpg (139382 bytes) Grimur.jpg (235811 bytes)

Hér að ofan og til vinstri má sjá Modis mynd frá 2. nóv. 2004 en sú til hægri er  hitamynd ( sem sýnir gosmökkinn) frá 2. nóv. 2004 frá NOAA

grf_z_spectr_06.gif (913913 bytes)

Goshviðurnar sem sjást í óróanum á Grímsfjalli að morgni 3. nóvember koma mjög greinilega fram í tíðnirófi eins og sést hér að ofan frá tímabilinu milli kl. 09:20 og 10:00. Þar sést að gosóróinn dettur alveg niður í um 7 mínútur.

Margar  eldingar sáust í gosmekkinum.   

kal_oct-nov.jpg (51126 bytes)

Óróinn á Kálfafelli (kal) fór í vikulokin (vika 45) niður á svipað stig og hann hafði verið á fyrir gos. Þetta má sjá á mynd hér að ofan.

gfr_09nov04.jpg (258493 bytes)

Þriðjudaginn 9. nóvember  kl. 06:30 til 13:30 sást óróapúls á lóðréttum þætti á Grímsfjalli (einnig á austur og norður, en minni )á lægstu tíðnum 0,5-1 Hz og 1-2 Hz eins og sést á mynd hér að ofan. Hugsanlegt er að það stafi af einhvers konar gufu eða suðu í gosstöðvunum. 

gfr_11nov04.jpg (190522 bytes)

Kippur virðist hafa komið í hlaupóróann á mælinum á Grímsfjalli að morgni 11. nóvember, klukkan rétt rúmlega níu og svo aftur um ellefuleytið eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

gfr_12nov04.jpg (172771 bytes)

Óróinn hjaðnaði nokkuð eftir miðnætti aðfararnótt 12. nóvember um eittleytið, en tók síðan aftur smákipp milli kl. 05:00 og 08:30 og virðist síðan aftur á niðurleið eins og sést á myndinni hér að ofan. Bent var á svipaða púlsa 6. nóvember í tölvupósti í byrjun viku (tölvupóstur 8. nóvember frá Matthew).

Hér er nýjasta radarmyndin, uppfærð á 5 mínútna fresti.

 
goslok.jpg (222487 bytes) goslokc.jpg (171192 bytes)

Goslok
MODIS gervitunglamyndir frá NASA (7. nóv. 2004 kl. 12:30)

Ljósmyndir frá Grímsvatnagosinu:
2. nóvember 2004, fór Matthew  frá Veðurstofu Íslands ásamt fólki frá Raunvísindastofnun Háskólans, Almannavörnum og fjölmiðlafólki í flug yfir gosstöðvarnar og hér að neðan má sjá myndir teknar úr þeim leiðangri. 

Myndir teknar milli kl. 15:30 og 16:15

MJR_01.JPG (311478 bytes)

MJR_02.JPG (309618 bytes)

MJR_03.JPG (370815 bytes)

MJR_04.JPG (371248 bytes)

MJR_05.JPG (300775 bytes)

Komið að jöklinum úr vestri

Gosmökkur og öskufall á ísinn

Útsýni yfir gosstöðvarnar séð til vesturs

Útsýni yfir gosstöðvarnar séð til vesturs

Gosmökkur

MJR_06.JPG (326874 bytes)

MJR_07.JPG (493826 bytes)

MJR_08.JPG (383858 bytes)

MJR_09.JPG (297152 bytes)

MJR_10.JPG (584981 bytes)

Gosmökkur og öskufall á ísinn séð úr vestri

Gosmökkur séð til norðvesturs

Gosmökkur séð til austur, Grímsfjall í baksýn

Sigketill við austanvert Grímsfjall, þar sem sjást merki um öskugos

Finnur Pálsson frá Raunvísindastofnun heldur á korti af Grímsvötnum

MJR_11.JPG (273190 bytes)

MJR_12.JPG (308933 bytes)

MJR_13.JPG (343815 bytes)

MJR_14.JPG (342734 bytes)

 

Öskufall úr gosmekki

Öskufall á ísinn

Gosmökkur

Gosmökkur

 

Myndir teknar kl. 16:50

 

Skeiðarárhlaup kl. 16:30

MJR_1650_01.jpg (384178 bytes)

MJR_1650_2.jpg (374571 bytes)

 

MJR_1630_01.JPG (354903 bytes)

MJR_1630_02.JPG (459519 bytes)

Horft til vesturs

Horft til vesturs

 

Mikið hlaupvatn í Skeiðará

Hlaupvatn í Gýgjukvísl

         

Krækjur á vefsíður á öðrum stofnunum sem tengjast Grímsvatnagosinu:
Jarðvísindastofnun Háskólans (Magnús Tumi Guðmundsson)
Norræna Eldfjallastöðin, Jarðvísindastofnun Háskólans

Hér má sjá kort sem sýnir eldingar sl. viku á Norður-Atlantshafi.

Sjá fréttasíðu með eldri fréttum af gosinu.

Síðast uppfært 30.06.2011