Fréttir 2007 |
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Eðlisfræðisvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is Samstarfsverkefni |
Eldri fréttir- Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull - |
Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg 9. apríl
Í kvöld, 9. apríl 2007, frá kl. 22:30 byrjaði jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 30 km suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir jarðskjálftar voru um 3 á Richterkvarða. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði.
Matthew J. Roberts
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg 26. febrúar
Jarðskjálftahrinan, sem hófst í gærkvöldi á Reykjaneshrygg, stóð með hléum fram eftir degi í dag (27.febr). Stærstu skjálftarnir eru 4 stig að stærð, en á annan tug skjálfta eru 3 stig eða stærri. Hrinan virðist í rénun.
Þórunn Skaftadóttir
Eftirlitsdeild,
Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg 26. febrúar
Milli klukkan 21:30 og 22:30 í gærkvöldi, 26. febrúar, mældist
jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg um 10 km SV af Eldeyjarboða (um 65 km SV
af Reykjanestá).
Virknin tók sig upp aftur um kl. 4 í nótt með stærri skjálftum og
mældust þeir stærstu kl. 5:25 og 5:51 af stærð u. þ. b. 4. Um 10
skjálftar mældust stærri en 3. Verulega dró úr hrinunni upp úr kl. 8 í
morgun, en síðan þá hafa mælst stöku skjálftar. Skjálftavirknin í nótt
er á eldvirku svæði, en ekki er að sjá neina eldvirkni samfara þessum
skjálftum.
Steinunn S. Jakobsdóttir,deildarstjóri,
Eftirlitsdeild Eðlisfræðisviðs,
Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti við Kistufell 12. janúar
Í gærkvöldi 12. janúar kl 22:54 varð jarðskjálfti við Kistufell í norðanverðum Vatnajökli. Skjálftinn var 3,5 stig og nokkrir fleiri fylgdu á eftir, sem allir voru minni en 2 stig að stærð. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.
Þórunn Skaftadóttir
Eftirlitsdeild, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti norður af Siglufirði 11. janúar.
Í dag 11. janúar 2007, kl. 17:26 varð jarðskjálfti að stærð 3,3 með
upptök um 33 km norður af Siglufirði. Tveir aðrir skjálftar að stærð um
3 áttu upptök á sömu slóðum kl. 18:10 og 18:15.
Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt þessum skjálftum. Engin vitneskja er um
að þeir hafi fundist.
Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.
Matthew Roberts, matthew@vedur.is
Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands