Eðlisfræðisvið

Heimasíða
Heim - Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins - Eðlisfræðisvið - Jarðskjálftar - Eldgos - GPS - Óson - Órói - Þensla - Fréttir - Starfsmenn & póstur- English - webmaster@vedur.is       Samstarfsverkefni
Ísland - Norðurland - Hengill - Reykjanesskagi - Reykjaneshryggur - Suðurland - Suðvesturland - Mýrdalsjökull- Langjökull- Vatnajökull- Hofsjökull- Vestmannaeyjar- Skagafjörður- Eyjafjörður- Skjálfandi og Grímsey- Öxarfjörður- Mývatn---------- Skjálftalisti
Eðlisfræðisvið Veðurstofunnar rekur og þróar  mælinga- og eftirlitskerfi. Á sviðinu eru einnig  stundaðar  rannsóknir til að fylgjast með jarðskjálftum, landbreytingum, þenslu í jarðskorpunni, veðri, eldingum og efnamengun í andrúmslofti.

Eðlisfræðisvið rekur og sér um þróun á fjölmörgum sjálfvirkum mælikerfum, auk þess að reka mannaðar mælistöðvar. 

Til sjálfvirku stöðvanna teljast:

-

Mannaðar stöðvar eru eftirfarandi:

  • 118 veðurstöðvar sem skiptast í 46 skeytastöðvar, 16 veðurfarsstöðvar, 55 úrkomustöðvar og 1 sólskinsstundamælistöð
  • Mengunarmælingar í andrúmslofti og úrkomu gerðar á 4 stöðvum
  • Á veðurstöðinni  í Keflavík eru gerðar synop-mælingar á þriggja tíma fresti, metar-athuganir á hálftíma fresti og háloftaathuganir tvisvar á sólarhring
  • Veðurathuganir á hafinu kringum landið eru í umsjá sviðsins og eru þær gerðar bæði á skipum og með veðurduflum
  • 20 snjóflóðaeftirlitsmenn á völdum stöðum á landinu fylgjast með og mæla snjóalög á vetrum.

Mikilvægur þáttur í starfsemi sviðsins er jarðváreftirlit, en undirstaða þess er SIL-kerfið. Samfelldar mælingar á landbreytingum á GPS-stöðvum er vaxandi þáttur í þessu eftirliti, en þenslumælingar eru einnig mikilvægur hluti. Eðlisfræðisvið nýtir ennfremur mælingar annarra stofnana við jarðváreftirlit, t.d. mælingar á vatnshæð í borholum, svo og rennsli og efnasamsetningu í nokkrum ám á eldvirkum svæðum. Eftirlitskerfið er í stöðugri þróun og einnig svokallað bráðavárkerfi, en það byggir á því að nýta alla tiltæka þekkingu og símælingar til að gefa út viðvaranir og til að auðvelda hröð samskipti við almenning og stjórnvöld þegar hamfarir steðja að.

Á sviðinu fara fram rannsóknir á jarðskjálftum og jarðskorpunni, landreki og landrisi, jarðskjálftahættu, eldingum, efnamengun í andrúmslofti og úrkomu. Markmið rannsóknanna er að auka þekkingu og þróun, og viðhalda þannig traustum stoðum undir eftirlitsþáttum sviðsins, þannig að það megi áfram vera í fremstu röð. Þessar rannsóknir eru oft unnar í samvinnu við aðra aðila og stofnanir.