|
Jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli 20. júní 2002.
Snemma í morgun urðu tveir jarðskjálftar undir miðjum Mýrdalsjökli. Fyrri skjálftinn varð kl. 06:39 og var stærð hans um 3 stig á Richter. Sá síðari varð kl. 06:41 og mældist hann 1.5 að stærð.
Gunnar Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur.
Skjálftar í Mýrdalsjökli 27. apríl 2002.
Í morgun á milli klukkan 07:18 og 07:21 urðu
nokkrir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn var 3.3 stig að
stærð en hinir smáir.
Enginn órói fylgir né nokkur merki þess að meira sé í vændum.
Þórunn Skaftadóttir
Veðurstofu Íslands
Leiðrétting á frétt frá 13. janúar 2002
Vegna mistaka í sjálfvirkri úrvinnslu og
misskilnings hefur sú frétt komið út að jarðskjálfti að stærð 3.5 eða 3.8 hafi
orðið undir vestanverðum Mýrdalsjökli í gærkvöldi.
Þetta er rangt og reyndist umræddur jarðskjálfti aðeins 1.4 að stærð þegar farið
var yfir gögnin.
Enn skal minnt á það að upplýsingar sem birtar eru á vefsíðum eru
frumniðurstöður úr sjálfvirkri úrvinnslu sem eru síðan yfirfarnar af starfsmönnum
Veðurstofunnar.
Bergþóra Þorbjarnardóttir
Jarðeðlissviði, Veðurstofu Íslands
Síðastliðið haust var mikil skjálftavirkni í Goðabungu í suðvestanverðum
Mýrdalsjökli. Á tímabilinu 1. apríl til 7. ágúst 2001 hefur verið u.þ.b. helmingi
minni virkni en á sama tíma í fyrra. Skjálftavirkni á svæðinu byrjar yfirleitt á
haustin og stendur fram yfir áramót þ.e. hún er árstíðarbundin.
Vigfús Eyjólfsson
Mynd 1: Stærðir jarðskjálfta í Goðabungu 1. apríl til 7. ágúst 2000.
Mynd 2: Stærðir jarðskjálfta í Goðabungu 1. apríl til 7. ágúst 2001.
Mynd 3: Kort af jarðskjálftum í Goðabungu 1. apríl til 7. ágúst 2000.
Mynd 4: Kort af jarðskjálftum í Goðabungu 1. apríl til 7. ágúst 2001.
Miðvikudaginn 30. maí mældist jarðskjálfti í
Mýrdalsjökli á 22 km dýpi, 1.5 á Richterskvarða. Staðsetning hans er á svipuðum
slóðum og sigkatlarnir sem mynduðust 1955. Í kjölfar hans fylgdi 10 mínútna
óróakviða, sem kom fram á öllum stöðvum umhverfis jökulinn. Líklegt má teljast
að um kvikuinnskot hafi verið að ræða.
Kort
Vigfús Eyjólfsson
Uppsöfnuð strain útlausn í jarðskjálftum í Mýrdalsjökli tímabilið 1. apríl 2000 til 1. apríl 2001Á grafinu sést uppsöfnuð strain útlausn í
jarðskjálftum í Mýrdalsjökli tímabilið 1. apríl 2000 til 1. apríl 2001.
Undanfarið hefur dregið mjög úr skjálftavirkni á svæðinu. Skjálftavirkni á
svæðinu byrjar yfirleitt á haustin og stendur fram yfir áramót þ.e. hún er
árstíðarbundin. Þetta hefur verið skýrt með tvennum hætti |
Ýmis skjálftagröf fyrir Mýrdalsjökulsöskju, Goðabungu, Eyjafjallajökul, Torfajökul og nágrenni. Uppfært reglulega
Fyrir hverja viku er til skjálftakort og lýsing. Þar er hægt að fletta fram og aftur með því að nota [Fyrri vika] og [Næsta vika]. Einnig er hægt að skoða eldra efni.
Ljósmyndir: Mýrdalsjökull
Í suðvestanverðum Mýrdalsjökli mældust 27 skjálftar í viku 34. Stærstu
skjálftarnir voru 2.6 stig á Richter.
Kort
Vigfús Eyjólfsson
Í Vestur Mýrdalsjökli byrjar hin árstíðarbundna
skjálftavirkni í fyrra lagi í ár og skjálftarnir eru óvenjumargir en
stærðardreifingin er svipuð þ.e. engin skjálfti er stærri en 2.9 stig (ath, stærð
skjálfta á þessu svæði er vanmetin um 0,3 stig, því þarf að bæta 0,3 við til
að fá rétta stærð). Ástæðan fyrir ársíðabundinni skjálftavirkni í
suðvestanverðum Mýrdalsjökli er talin vera létting jökulsins vegna bráðnunar. Af
tvennum ástæðum er talið að bráðnun á Mýrdalsjökli sé í örara lagi í sumar.
Annars vegar vegna þess að sumarið hefur verið fremur hlýtt og hins vegar vegna þess
að Hekla lagði öskuslæðu yfir allan jökulinn. Að svo komnu máli er ekki hægt að
meta hversu miklu meira en venjuleg bráðnun þetta er (Heimild: Oddur Sigurðsson,
Orkustofnun).
Í Austur Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli
og Torfajökli er skjálftavirkni núna svipuð og undanfarið
ár.
Vigfús Eyjólfsson
Í vestanverðum Mýrdalsjökli mældust daglega skjálftar í vikunni, 1 - 3 á dag.
Þeir mældust á stærðarbilinu 1.1 - 2.6 stig á Richter.
Kort
Þórunn Skaftadóttir
Í vikunni mældust tveir skjálftar í Mýrdalsjökli vestanverðum, báðir 0.8 stig,
og í Eyjafjallajökli norðanverðum var einn skjálfti 1.4 stig. Norðan Mýrdalsjökuls
og vestan Torfajökuls voru nokkrir skjálftar að stærð 0.7 - 1.4 stig, en þeir
dreifðust nokkuð um svæðið.
Kort
Þórunn Skaftadóttir
Einn skjálfti í Eyjafjallajökli (stærð 1,2 stig)
Kort
Steinunn Jakobsdóttir.
Einn skjálfti í Mýrdalsjökli vestanverðum (stærð 1,4 stig) og tveir í
Eyjafjallajökli norðanverðum (stærð 0,9 og 1,0 stig). Þá urðu fimm atburðir á
Torfajökulssvæðinu og voru þeir á bilinu 1,1 til 1,4 stig.
Kort
Barði Þorkelsson.
Tveir skjálftar voru staðsettir undir norðanverðum Eyjafjallajökli í vikunni,
báðir 1.1 að stærð. Tveir skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, 1.0 og
0.6 stig, og á Torfajökulssvæðinu mældust 4 skjálftar, 1.1-1.4 stig.
Kort
Bergþóra Þorbjarnardóttir.
Undanfarnar vikur hefur skjálftavirkni í Eyjafjallajökli einskorðast við Steinsholt og nágrenni. Stærstu skjálftarnir hafa mælst um 2 stig. Lítið hefur verið um skjálfta í Mýrdalsjökli og dreifast þeir um jökulinn.
Vigfús Eyjólfsson.
Í vikunni 31. jan.- 6. feb. voru staðsettir 8 jarðskjálftar í Mýrdalsjökli. Tveir voru í austanverðum jöklinum (0.6 og 0.7 stig), en aðrir í vesturjöklinum. Stærðir voru 0.6 -2.0 stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust 11 skjálftar á stærðarbilinu 0.7 - 1.3 stig. Þenslumælirinn á Stórólfshvoli heldur áfram að hegða sér óreglulega. Þá vekur athygli skjálfti 3.2 stig að stærð við Surtsey.
Þórunn Skaftadóttir.
Fimmtudaginn 27. janúar sl. var flogið yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökul í eftirlits- og radarmælingaskyni. Skyggni var mjög gott og voru flognar 10 línur yfir þekkta katla í jöklinum, þær sömu og mældar hafa verið nokkrum sinnum síðan í október. Ekki komu fram neinar teljandi breytingar frá því síðast var flogið (17. desember). Þessi snið má skoða á netsíðu Magnúsar Tuma Guðmundssonar hjá Raunvísindastofnun.
Í síðustu viku bárust fréttir um að ketillinn sem myndaðist við upptök Sólheimajökuls við hlaupið 18. júlí á síðasta ári væri svo til horfinn. Bent var á að tvær skýringar kæmu til greina, annarsvegar að vatn væri farið að safnast undir hann og hinsvegar að jarðhiti undir katlinum væri kulnaður og hann siginn saman af þeim sökum. Í flugferðinni á fimmtudag kom í ljós, eins og að ofan segir að ketillinn hefur ekki breyst frá því í haust. Fréttin um ketilinn var víst misskilningur fréttaritara Morgunblaðsins.
Kristín Jónsdóttir.
Í nýlegu eftirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul kom í ljós að sigkatlarnir sem mynduðust í jöklinum í fyrrasumar er lítið breyttir utan einn sem virðist hafa grynnst verulega. Ekki er talið ólíklegt að vatnssöfnun sé hafin undir honum og að hún muni leiða til hlaups þegar fram líða stundir. Helgi Björnsson jöklafræðingur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að reglulega hafi komið vatnsgusur í Jökulsá á Sólheimasandi, væntanlega undan sigkatlinum sem um ræðir. Nú bregði hins vegar við að vatnsmagn í ánni hafi ekki aukist um nokkurt skeið. Hann telur þetta, ásamt breytingu á sigkatlinum, benda til þess að undir honum sé að safnast bræðsluvatn sem áður hafi komið undan jöklinum í smágusum með reglulegu millibili.
Kristín Jónsdóttir.
Um skjálftavirkni og líkur á eldgosi í Eyjafjallajökli. Grein Ragnars Stefánssonar og Gunnars B. Guðmundssonar.
Ragnar Stefánsson og Gunnar B. Guðmundsson segja hér frá streinútlausn í jarðskjálftum á
svæðinu í kringum Eyjafjallajökul.
Frá Ragnari Stefánssyni og Gunnari Guðmundssyni.
Jarðskjálftar voru aðallega í vestanverðum Mýrdalsjökli og suður af miðjum
Eyjafjallajökli eins og fram kemur á mynd.
Skjálftarnir í vestanverðum Mýrdalsjökli eru svipaðir og oft gerist á haustin ,
hvað varðar stærðir og fjölda. Skjálftarnir sunnarlega í Eyjafjallajökli eru
athyglisverðir, þótt þeir séu mjög smáir, sbr. línurit um uppsafnaðan fjölda og uppsafnaða
strainútlausn á svæðinu. Á þeim línuritum sést einnig að þensla að
Stórólfshvoli (græni ferillinn) heldur áfram að hegða sér óreglulega. Regluleg
hegðun getur maður sagt að sé vöxtur svipaður eins og er fyrstu 3 mánuði ársins
99. Fallið sem er á þeim ferli og byrjar snemma í nóvember er stærra en fallið sem
var í lok mars. Við vitum svo sem ekki hvað þetta þýðir en vísum til fyrri
umfjöllunar um þessi mál hér á síðunni.
Óróamyndir frá skjálftastöðvunum, Skammadalshóli, Mið-Mörk og Snæbýli í nóvembermánuði 1999 (Páll Halldórsson)
Raunvísindastofnun (Páll Einarsson) og Eldfjallastöðin
(Freysteinn Sigmundsson) vinna að því í sameiningu að endurmæla sem flesta
GPS-punkta í kringum Mýrdals og Eyjafjallajökul. Mælingarnar byrjuðu í síðustu
viku og standa allavega út þessa viku. Einnig verða gerðar hallamælingar eftir því
sem tök eru á. Úrvinnsla er fyrirhuguð í næstu viku, og verður þá jafnframt
farið vel yfir eldri mælingar. Niðurstöður liggja vonandi fyrir í lok næstu viku.
Greinargerð frá
Ragnari Stefánssyni og Gunnari B. Guðmundssyni um eftirlit og virkni undanfarnar vikur
í Mýrdals- og Eyjafjallajökli.
Þann 5.nóv sl. var farið í radarflug
yfir Mýrdalsjökul. Flognar voru 9 sniðlínur yfir 15 sigkatla í jöklinum.
Aðstæður til flugs voru ágætar og sást vel til allra katla. Magnús Tumi
Guðmundsson frá Raunvísindastofnun H.Í. segir frá.
Verið er að setja upp GPS-mælistöð á Sólheimaheiðinni
sem mun ganga fyrir rafmagni frá vindmyllu. Í undirbúningi er að setja upp
GPS-tæki á Sil-stöðvarnar við Snæbýli og Miðmörk. Búið er að setja upp
GPS-tæki á Láguhvolum og er sú stöð komin í gagnið.
Laugardaginn 30.október sl. var farið í eftirlitsflug á vél Flugmálastjórnar yfir
Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul. Magnús Tumi Guðmundsson (Raunvísindastofnun) segir
frá.
Umfjöllun Ragnars
Stefánssonar um jarðskjálftamælingar og þenslumælingar á árunum 1998 og 1999 og
líkur á eldgosi á Mýrdalsjökulssvæðinu.
Frá vaktmanni
jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands vikuna 12.-18.júlí, Bergþóru
Þorbjarnardóttur.
Greinargerð um starf Páls
Einarssonar (Raunvísindastofnun) vegna vöktunar umhverfis Kötlu.
Norræna eldfjallastöðin hefur gert endurteknar nákvæmar
hæðarmælingar á 5 stöðum í kringum Mýrdals og Eyjafjallajökul eins og gert er
grein fyrir á heimasíðu Norrænu
Eldfjallastöðvarinnar (á ensku).
Í gær 19.október komust mælar á Láguhvolum, nálægt
Vatnsrásarhöfði við Höfðabrekkujökul í samband við miðstöð
jarðskjálftamælakerfisins á Veðurstofu. Hér er bæði um að ræða
jarðskjálftamæli af SIL-gerð og GPS-tæki til nákvæmra samfelldra
landmælinga. Tækin eru knúin rafmagni frá vindmyllu.
Samskiptin við jarðskjálftamælinn eru framkvæmd með svo kallaðri spread spectrum
við símstöðina á Háfelli, þar sem tengsl nást við gagnanet Landssímans. Tengslin
við GPS-tækið er hins vegar gegnum gsm síma, en þau gleðilegu tíðindi hafa nú
orðið að GSM-sendir er nú kominn á Háfellið sem nær til þjóðvegarins yfir
Mýrdalssand og líka norður að Höfðabrekkujökli.
Þessi mælistaður virðist koma vel út og með honum aukast líkur á að fljótt
verði vart við smáskjálfta og óróa sem er líklegur undanfari goss og hlaups.
Föstudaginn 8.október var í fyrsta sinn flogið í vél Flugmálastjórnar með flughæðarradar og GPS yfir Mýrdalsjökul og yfirborð hans mælt. Magnús Tumi Guðmundsson (Raunvísindastofnun) segir frá þessum mælingum.