Eldgos

Heimasíða
Heim - Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Eðlisfræðisvið - Jarðskjálftar - Eldgos - GPS - Óson - Órói - Þensla - Fréttir - Starfsmenn & póstur- English - webmaster@vedur.is       Samstarfsverkefni
Eitt af hlutverkum Eðlisfræðisviðs Veðurstofunnar er að greina og segja fyrir um eldgos ef kostur er.

Eldgos eiga sér oftast nær aðdraganda t.d. óróa, jarðskjálfta, þenslu, landrek, landris, aukin jarðhita og fleira. Reynt er að greina þennan aðdraganda með ýmis konar mælingum.
Órói er titringur sem stendur yfir í nokkrar mínútur eða lengri tímabil. Óróinn kemur fram á jarðskjálftamælum.
Landrek og -ris er mælt með nákvæmum GPS staðsetningartækjum.
Þensla er rúmmálsbreyting í bergi. Ýmist þenst bergið út eða þrýstist saman.


Hættur sem stafa af eldgosum eru af margvíslegum toga. Hættan af fallandi gosefnum og hraunrennsli er augljós. Eldingar eru algengar í gosmekki, það á sérstaklega við um Kötlu. Það getur verið algert myrkur undir gosmekki. Gas getur safnast fyrir í lægðum. Gosmökkur getur ógnað og haft mikil áhrif á flugumferð. Einnig getur flúoreitrun ógnað heilsu búfjár.

Heimilisáætlun af vef Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Aðdragandi síðustu eldgosa á Íslandi kom greinilega fram á mælitækjum.
Gjálp 1996.  
Grímsvötn 1998.
Hekla 2000
Grímsvötn 2004



Norræna eldfjallastöðin


Eldgos í Heklu, 26. febrúar - 8. mars 2000.
Ljósmyndari Erik Sturkell

Eldgos á Íslandi á 20.  og 21. öld.

2011 Grímsvötn
2010 Eyjafjallajökull
2010 Fimmvörðuháls
2004 Grímsvötn
2000 Hekla
1998 Grímsvötn
1996 Gjálp
1991 Hekla
1984 Krafla
1983 Grímsvötn
1981 Krafla 2 gos.
1981 Hekla
1980 Hekla
1980 Krafla 3 gos.
1977 Krafla 2 gos.
1975 Krafla
1973 Neðansjávargos um 5 kílómetra undan ströndinni við Landeyjar.
1973 Heimaey
1970 Hekla
1963-1967 Surtsey
1961 Askja
1947 Hekla
1938 Grímsvötn
1934 Grímsvötn
1933 Grímsvötn
1929 Askja
1927 Askja
1926 Norðaustan Eldeyjar.
1924 Askja
1923 Askja
1922 Askja 2 gos.
1922 Grímsvötn
1921 Askja
1918 Katla
1913 Austan Heklu
1910 Þórðarhyrna
1903 Þórðarhyrna
1902 Grímsvötn