Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050110 - 20050116, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 175 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var 3,7 stig í hrinu, sem var skammt frá Reykjanesi.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi og vestur Reykjanesskaga var dreif smáskjálfta, en 5-10 km SV af Reykjanesi kom hrina þann 15. janúar. Stærstu skjálftarnir komu á ellefta tímanum 3,7 og 3,3 stig. Alls mældust þar rúmlega 30 skjálftar, en 12 þeirra voru 2,0 stig eða stærri.

Norðurland

Við Grímsey hélt áfram virkni, sem hófst í fyrri viku, stærsti skjálftinn var 2,9 stig þann 14. en daginn áður komu tveir 2,5 stig að stærð. Aðrir skjálftar úti fyrir Norðurlandi voru smáir.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar á svæðinu frá Grímsvötnum norður fyrir Bárðarbungu. Þeir voru allir smáir, sá stærsti 1,5 stig. Í Mýrdalsjökli voru flestir skjálftarnir í vesturjöklinum, aðeins tveir voru stærri en 2 stig, sá stærsti 2,3. Áfram var virkni vestan við Torfajökul, allir voru skjálftarnir þar smáir. Í Hofsjökli komu tveir skjálftar 1,2 og 1,3 stig.

Þórunn Skaftadóttir