Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050131 - 20050206, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

143 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Helst ber að nefna skjálftann sem varð fyrir austan land, en hann var af stærðinni Mb=5,2 og varð þann 31. janúar klukkan 20:29. Skjálftans varð vart víða á Austurlandi. Frekari upplýsingar um skjálftann má lesa hér.

Suðurland

Á Suðurlandi voru staðsettir 74 skjálftar. Þar af voru 8 í Mýrdalsjökli, 1 á við Torfajökul, 6 út á Reykjanesskaga og svo voru 7 skjálftar út á Reykjaneshrygg og var stærstur þeirra upp á 3 á Richter, 6 af þeim urðu þann 4. febrúar.

Norðurland

Lang flestir skjálftanna voru fyrir norðan landið, en alls voru staðsettir 57 skjálftar svæðinu. Smávægileg hrina varð um nóttina þann 6. febrúar um 16 km NNV af Ásbyrgi, stóð hún yfir í um klukkutíma, en stærsti skjálftinn í henni var aðeins um 1,5 á Richter.

Hálendið

Í Vatnajökli voru staðsettir 4 skjálftar, 2 rétt NA af Herðubreið og 2 milli Öskju og Herðubreiðartaggla.

Hjörleifur Sveinbjörnsson