Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050207 - 20050213, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 114 atburðir, þar af 7 sprengingar (við Selfoss og Reyðarfjörð). Virknin var dreifð og átakalítil.

Suðurland

Á Reykjaneshrygg mældist stærsti skjálfti vikunnar, 2,6 að stærð, um 30km VSV af Eldeyjarboða. Örfáir smáskjálftar mældust við Kleifarvatn, í Ölfusi, á Hengilssvæðinu og á sprungunum frá því í Suðurlandsskjálftunum 2000.

Norðurland

Dreifð virkni úti fyrir Norðurlandi. Nokkrir smáskjálftar við Kröflu. Nokkuð var um frostbresti á Austurhálendinu, sér í lagi aðfaranótt 9. febrúar.

Hálendið

12 atburðir voru staðsettir við Herðubreiðarlindir og nágrenni og voru þeir allir smáir (stærð 1,0 og minni). Nýjar jarðskjálftastöðvar við Kárahnjúka, sem teknar voru í gagnið í lok desember 2004, auka talsvert næmni kerfisins fyrir skjálftum á þessum slóðum.
Í Vatnajökli voru staðsettir 8 atburðir þessa vikuna, sá stærsti 2,0 að stærð. Svo virðist sem jarðskjálftavirkni í Bárðabungu hafi aukist nokkuð síðasta árið eða svo, miðað við næstu ár á undan.
Virkni í Mýrdalsjökli hefur dvínað mjög síðan í haust, sjá mynd hér. Í vikunni voru staðsettir 6 atburðir undir Mýrdalsjökli.

Annað

Einn skjálfti, rúmlega 3 að stærð, var staðsettur talsvert austan við land á sömu slóðum og hrinan sem varð í síðustu viku. Annar skjálfti, svipaður að stærð, var staðsettur enn austar, um 500 km frá landi og er hann sýndur á þessari mynd (næst Íslandi) frá kollegum okkar í Noregi.

Halldór Geirsson