| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050228 - 20050306, vika 09

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 110 atburðir, þar af 11 sprengingar.
Suðurland
Jarðskjálfti, 1,8 að stærð, mældist við Surtsey og annar 1,7 stig suður af Reykjanesi.
Á Reykjanesi og Suðurlandi mældust rúmlega 30 smáskjálftar.
Norðurland
Stærstu jarðskjálftarnir sem mældust í vikunni voru 200-300 km norður af Grímsey, 3,1 og 3,2 stig.
Við landið mældust rúmlega 30 skjálftar. Aðeins einn var yfir 2 stig að stærð.
Við Mývatn mældist skjálfti 0,9 stig.
Talsvert var um frostbresti á Austurhálendinu í vikunni.
Hálendið
10 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Þeir voru allir smáir, 0,6 - 1,1 stig.
3 skjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu, 0,4 - 0,8 stig.
Þrír skjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli: einn suður af Grímsvötnum, 1,3 stig, einn við Esjufjöll, 1,0 stig, og einn í Skeiðarárjökli á sunnudaginn, 1,1 stig.
5 skjálftar voru staðsettir við Herðubreið, 0,5 - 0,8 stig. Við Öskju mældist einn skjálfti, 1,0 stig.
Við Langjökul mældist einn skjálfti, 0,6 stig.
Annað
Einn skjálfti, 2,7 að stærð, mældist í um 200 km austur af landinu. Skjálftahrina var á sömu slóðum í byrjun febrúar.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir