| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050314 - 20050320, vika 11

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 101 jarðskjálftar og 8 sprengingar.
Suðurland
Á Reykjaneshryggnum mældust 2 skjálftar. Annar átti upptök við
Eldeyjardrang þann 14.3. kl. 14:30 , M=1.7 og hinn 2 km norðan við Geirfugladrang
þann 20.3. kl. 20:24, M=1.6.
Á Reykjanesskaga, Hengilssvæðinu og Suðurlandsundirlendinu mældust fáeinir smáskjálftar og voru allir minni en 1.3 að stærð.
Þann 14.3. kl. 23:05 mældist skjálfti að stærð 1.1, tæpa 4 km norðan við Surtsey.
Þann 14.3. kl. 04:15 mældist skjálfti að stærð 1.4 við Hrollaugseyjar austan við Breiðamerkurssand.
Norðurland
Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 25 skjálftar og voru allir minni en 1.6 að stærð.
Upptök þeirra voru fyrir mynni Eyjafjarðar, við Flatey á Skjálfanda og milli
Grímseyjar og Öxarfjarðar.
Þann 19.3. kl. 12:42 var skjálfti að stærð 1.6, um 2 km norðaustur af Drangey í Skagafirði.
Þann 19.3. kl. 04:42 varð skjálfti á Kolbeinseyjarhrygg við SPAR brotabeltið, um 290 km NNA af Grímsey, M=3.0.
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli mældust 12 skjálftar. Þrír skjálftar áttu upptök vestan við Goðabungu.
Stærsti skjálftinn varð þar þann 17.3. kl. 09:30, M=2.3.
Fimm skjálftar, allir minni en 1 að stærð, áttu upptök á Torfajökulssvæðinu.
Undir Vatnajökli mældust 6 skjálftar, einn við Grímsvötn (M=1.2), einn á Lokahrygg (M=0.9),
3 norðan við Bárðarbungu (M=1.6) og einn skjálfti um 17 km ASA af Bárðarbungu (M=1.7).
Við Öskju og Herðubreið mælædust 9 smálskjálftar, allir minni en 1.2 að stærð.
Gunnar B. Guðmundsson