| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050704 - 20050710, vika 27

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 190 Skjálftar auk 9 sprenginga.
Suðurland
35 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi. Þeir voru allir mjög smáir, eða minni en 1,5 á Richter.
Á Reykjanesskaga voru staðsettir 7 skjálftar og 5 skjálftar voru á svæði frá 10-18 km VSV af Geirfugladrangi og voru þeir á stærðarbilinu 1,7-2,2 á Richter.
Norðurland
Úti fyrir norðurlandi voru 66 skjálftar. Af þeim voru 27 skjálftar á Kolbeinseyjarhryggnum frá um 140-260 km Norður af Grímsey. Stærstur þeirra var 5,5 á Richter (skv. emsc-csem).
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 9 skjálftar. Þann 7. Júlí kom hlaup í Múlakvísl vel fram á skjálftastöðvunum Láguhvolum og Snæbýli.
54 skjálftar voru staðsettir rétt um 5 km SV við Herðubreið og voru þeir frá 0,2-2,0 á Richter.
Hjörleifur Sveinbjörnsson