Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050725 - 20050731, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 30 mældust 138 jarðskjálftar og 8 sprengingar hjá Veðurstofu Íslands. Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,9 á Richterkvarða og varð í Skál kl. 00:59, þann 29. júlí, um 15 km norðvestan við Húsavík. Alls mældust 13 skjálftar af stærðinni 2, eða meira, á Richterkvarða.

Suðurland

Á Reykjaneshryggnum mældust 6 jarðskjálftar á bilinu 1,8 til 3,2 á Richter. Á Reykjanesskaga urðu 11 skjálftar og 17 skjálftar urðu á Hengilsvæðinu.

Norðurland

Á Norðulandi mældust 51 jarðskjálfti í viku 30. Sá minnsti var -0,2 en sá stærsti var 2,9.

Hálendið

Vestan við Torfajökul mældust 5 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8 á Richterkvarða. Það mældust alls 10 skjálftar undir Mýrdalsjökli í viku 30. Í Vatnajökli urðu 11 skjálftar og þar af einn í Bárðabungu sem mældist 2,8 á Richterkvarða. Af þessum 11 skjálftum voru 5 greindir sem ísskjálftar sem urðu vegna vatnsrennslis undir vestur hluta Vatnajökuls. Fyrsti mælanlegi ísskjálftinn varð kl. 10:58, þann 29. júlí, tveimur dögum áður en hlaupvatnið rann í Skaftá.

Matthew J. Roberts