![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Undir Mýrdalsjökli mældust 33 skjálftar. Þar af voru 24 skjálftar
undir vesturhluta jökulsins, Goðabungu. Undir Kötluöskjunni mældust 7 skjálftar.
Stærstu skjálftinn undir Goðabunga var 2.2 að stærð og 4 skjálftar mældust stærri en 1.7.
Stærsti skjálftinn undir Kötluöskjunni var um 1.3 að stærð.
Undir Vatnajökli mældust 16 ís- og jarðskjálftar. Við Hamarinn voru 2 skjálftar og við
Bárðarbungu 3 skjálftar. Einn skjálfti var við Dyngjujökul og einn vestur af Esjufjöllum.
Einnig mældust skjálftar við Grímsvötn og Öræfajökul en staðsetning þeirra er
ekki eins vel ákvörðuð.
Undir Skeiðarárjökli mældust 7 ísskjálftar. Þar af voru
5 ísskjálftar við Grænalón dagana 15.-19. ágúst og 2 við útfall Skeiðarár þann 17. ágúst.
Ísskjálftarnir við Grænalónið voru
líklega vegna stórra ísblokka sem hafa sprungið úr Skeiðarárjökli og fallið ofan í Grænalónið þegar
það lækkaði í því vegna hlaupsins í viku 32.
Þann 16.08. kl. 01:35 mældist skjálfti að stærð 2.8 undir Herðubreiðartöglum. Dagana 17.-18. ágúst voru
8 skjálftar með upptök undir Herðubreið, sá stærsti um 1.9 að stærð. Frá 19.08. til 21.08. voru
3 skjálftar að stærð um 1, norðaustur af Herðubreið.
Þann 15.08. kl. 04:45 var skjálfti á Mývatnsöræfum, M=1.9.
Stakir skjálftar mældust við Mývatn, Kröflu og Þeystareykjabungu.