Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050829 - 20050904, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust um 180 atburðir í vikunni, þar af voru 63 atburðir í tengslum við jökla. Staðsettir voru 29 jarðskjálftar undir Vatnajökli og 16 ísskjálftar í Skeiðarárjökli. Undir Mýrdalsjökli mældust 18 skjálftar.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu (austan Selfoss) mældist 31 skjálfti, sá stærsti náði stærðinni 1. Skjálfti mældist á Mosfellsheiði. Á sprungunni við vestanvert Kleifarvatn mældust 6 skjálftar á stærðarbilinu 0,6 - 1,9 á 2 klukkutímum þ. 30.8.

Mýrdalsjökull

18 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, flest allir undir vestanverðum jöklinum. Stærsti skjálftinn var af stærð 2,2 og 4 skjálftar náðu stærðinni 2.

Norðurland

Nokkur virkni var um 25 km norður af Tjörnesi seinni part vikunnar og voru skjálftarnir á stærðarbilinu 1 - 2,8. Stærsti skjálftinn þessa vikuna, um 3, mældist á Kolbeinseyjarhrygg, 300 km norður af Langanesi.

Hálendið

Mikil virkni var undir norðvestanverðum Vatnajökli þessa vikuna. Virknin hófst með hrinu í Kverkfjöllum, sem er mjög óvanalegt. Alls mældust 19 skjálftar á einum sólarhring frá sunnudagskvöldi til mánudagskvölds. Fram á fimmtudag mældust 2 skjálftar til viðbótar. Skjálftarnir eru þokkalega stórir, þ. e. á bilinu 1 - 2,6, þannig að útilokað er að skýra þessa virkni með aukinni næmni kerfisins. Mesta virkni þarna síðustu árin var reyndar í byrjun ágúst, en þá mældust 7 skjálftar í viku 31. Föstudaginn 2. september hófst svo hrina rétt norður af Hamrinum í Vatnajökli. Alls mældust 7 skjálftar á ríflega hálfum sólarhring og einn bættist við aðfararnótt sunnudags. Þessir skjálftar voru allir á stærðarbilinu 1,4 - 2,8. Norður af Bárðarbungu mældust 8 skjálftar í vikunni á stærðarbilinu 1,8 - 2,2. Auk þessarar jarðskjálftavirkni mældust ísskjálftar í Skeiðarárjökli á nánast hverjum eftirmiðdegi og bendir það til þess að reglulega komi vatnsgusur úr Grænalóni.

Steinunn S. Jakobsdóttir