Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050912 - 20050918, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni 12. - 18. september voru 117 atburðir staðsettir, þar af 6 sprengingar.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust 23 jarðskjálftar.
Á Reykjanesi mældust 9 skjálftar. Tveir skjálftar mældust við Reykjanestá, 1,5 og 2,6 stig. Um 80 km út á Reykjaneshrygg var nokkur virkni á laugardeginum 17. september. Þar voru staðsettir 11 skjálftar, 1,9 - 2,9 stig.

Norðurland

24 jarðskjálftar mældust norðan við land, sá stærsti 2,6 stig.
Tveir skjálftar mældust við Kröflu, 0,2 og 0,9 stig.

Mýrdalsjökull

16 jarðskjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 2,0 og 2,2 stig, en flestir voru < 1 að stærð.

Hálendið

Nokkur virkni var undir Vatnajökli. 11 jarðskjálftar mældust við norðaustur brún Bárðarbungu, 0,8 - 2,2 stig. 2 skjálftar mældust undir Lokahrygg, austan Hamarsins. Þeir voru 0,9 og 1,5 stig. Einn ísskjálfti mældist í Skeiðarárjökli, 1,0 stig.
Í kringum Herðubreið mældust 6 jarðskjálftar, 0,9 - 1,6 stig. Við Öskju mældist skjálfti 1,6 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir