Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050919 - 20050925, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 207 skjálftar.

Suðurland

40 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi og voru þeir allir frekar litlir, en sá stærsti var af stærðinni Ml=1,83.
Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 8 skjálftar.

Norðurland

83 skjálftar voru staðsettir fyrir norðan land og var rúmlega helmingur skjálftanna í Öxarfirði, en stærsti skjálftinn var af stærðinni Ml=2,55

Hálendið

Við Herðubreið voru staðsettir 15 skjálftar og 44 skjálftar voru rétt við Geysi í Haukadal.

Hjörleifur Sveinbjörnsson