Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050926 - 20051002, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 124 skjálftar og auk þess nokkrar sprengingar. Stærsti skjálftinn var 3,0 stig í Öxarfirði.

Suðurland

Virkni var mjög dreifð á Suðurlandi frá jöklum í austri allt vestur á Reykjanes. Allir voru skjálftarnir smáir, sá stærsti var 1,8 stig á Hengilssvæðinu. Skammt frá Surtsey varð skjálfti 2,1 stig, úti á Reykjaneshrygg kom einnig sjálfti 2,1 stig að stærð, um 80 km frá Reykjanesi, og annar nær landi 1,7 stig.

Norðurland

Sunnudaginn 2. október var lítil hrina í Öxarfirði, stærsti skjálftinn var 3,0 stig, en sá næsti 2,2. Við Flatey mældust nokkrir skjálftar, voru þrír þeirra á bilinu 2,0-2,5 stig, en aðrir minni. Um 40 km austur af Grímsey urðu tveir skjálftar, 2,5 og 2,1 stig.

Hálendið

Norðaustan í Bárðarbungu mældust nokkrir skjálftar, þeir stærstu 2,3 og 2,1 stig að stærð, þá urðu þrír skjálftar 1,1 stig í Kverkfjöllum. Austan við Öskju komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 2,2 stig. Í Mýrdalsjökli voru fáir skjálftar, flestir vestan Goðabungu, sá stærsti 2,1 stig. Vestan Torfajökuls urðu nokkrir smáskjálftar.

Þórunn Skaftadóttir