Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051003 - 20051009, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni bar helst til tíðinda ísskjálftavirkni í Skeiðarárjökli dagana 4. og 6. október.
Í viku 40 voru staðsettir 211 atburðir, þar af 6 sprengingar á Kárahnjúkasvæðinu. Stærsti atburður vikunnar (3,1 að stærð) varð úti á Reykjaneshrygg þann 9. október (sjá kort).

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar urðu í grennd við Krísuvík, við Reykjanestá, á Hengilssvæðinu og á Suðurlandi.

Norðurland

Virkni var lítil og dreifð í vikunni.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 18 atburðir, þeir stærstu 2,3 að stærð. Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli miðað við síðustu ár.
12 skjálftar voru staðsettir NA af Bárðabungu í vikunni, sá stærsti 2,3 að stærð. Skjálftavirkni í Bárðabungu hefur verið að aukast nokkuð síðan 2003, sjá mynd.
Um ísskjálfta í Skeiðarárjökli

Halldór Geirsson