![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Í Hjallahverfi í Ölfusi urðu 15 skjálftar, suðaustan við Hveragerði mældust þrír skjálftar og einn vestan í Ingólfsfjalli; flest allir undir einum að stærð. Norðan Hveragerðis, á Hengilssvæðinu skráðust fimm litlir skjálftar.
Sex litlir skjálftar voru á Hestvatnssprungunni og tveir á Holtasprungunni. Einn skjálfti, 1,9 að stærð mældist við Surtsey.
Á fimmtudag, kl. 14:28 hófst skjálftahrina um 16 km austur af Grímsey og stóð hún fram í 42. viku. Hrinan var kröftugust milli kl. 5 og 10 á laugardagsmorgun og þá urðu einnig stærstu skjálftarnir. Sá stærsti var 3.6 að stærð, en auk hans mældust fjórir aðrir skjálftar stærri en 3. Í vikulokin höfðu mæslt þarna yfir 300 skjálftar.
Fjórir litlir skjálftar mældust í Skjálfandaflóa og níu skjálftar, 1-2 að stærð í Öxarfirði
Á laugardag mældust einnig 31 ísskjálfti í Skeiðarárjökli. Þeir eru líklega vegna úrhellisrigninar sem var á suðausturlandi og olli meðal annars flóði á Höfn í Hornafirði.
Við Öskju mældust tveir skjálftar, þrír við Herðurbreiðartögl, einn við Ketildyngju og tveir í Bjarnarflagi. Þeir voru allir um 1 að stærð.
Í Mýrdalsjökli mældust 16 skjálftar. Þeir voru á stærðarbilinu 0,6-2,5. Þar af fjórir yfir stærðinni 2. Tveir voru inni í öskjunni, en restin við Goðabungu.
Í Torfajökli mældust tveir litlir skjálftar