Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051031 - 20051106, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rólegt var fram eftir vikunni, en á föstudag rétt fyrir kl. 15 hófst hrina um 15 km austur af Grímsey með 4 skjálftum á stærðarbilinu 3 - 3,5 á fyrstu 20 mínútunum og voru það stærstu skjálftarnir þessa vikuna. Alls mældust um 200 skjálftar á svæðinu þennan dag. Virkni heldur áfram í Vatnajökli og mældust m. a. 2 skjálftar við Grímsfjall, en þar hefur verið mjög rólegt síðan síðasta gosi lauk. Þann 1. nóvember bættist ný stöð í mælanetið. Hún er við Glúmsstaði í Norðurdal í Fljótsdal. Stöðin mun að öllum líkindum enn bæta næmni kerfisins norðan Vatnajökuls.

Suðurland

Mjög dreifð smáskjálftavirkni var á Suðurlandsundirlendinu þessa vikuna og allir skjálftarnir smáir. Nokkrir smáskjálftar urðu við Ölkelduháls og 1 við Sveifluháls.

Norðurland

Flestir skjálftarnir á Norðurlandi urðu í lok vikunnar, en föstudaginn 4. nóvember mældust 5 skjálftar austur af Grímsey af stærð yfir 3, sá seinasti kl. 19:29 um kvöldið og voru þetta stærstu skjálftar vikunnar. Virkni var lítil annars staðar á Norðurlandi, nokkrir skjálftar í Öxarfirði og á Flateyjarmisgengi, sem og við Þeystareyki og austan við Mývatn.

Hálendið

Á sunnudagsmorgun mældust 2 skjálftar undir Þórisjökli af stærð um 1. Í Veiðivatnahrauni mældist skjálfti upp á 2 og nokkur virkni var á Torfajökulssvæðinu. Í Vatnajökli mældust skjálftar við Kverkfjöll og við Grímsfjall, smáskjáfti í SV-Vatnajökli og nokkrir skjálftar í Dyngjujökli sunnan við Kistufell. Stærstu skjálftarnir í jöklinum mældust rúmlega 2. Í Mýrdalsjökli mældust 12 skjálftar, sá stærsti af stærð 2,2.

Steinunn S. Jakobsdóttir og Sigþrúður Ármannsdóttir