| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20051107 - 20051113, vika 45

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 130 skjálftar voru staðsettir í vikunni og varð sá stærsti norður af landinu,
Klukkan 01:49:34.5 aðfararnótt mánudags varð skjálfti að stærð mb=5.1 um 170 km VNV af Jan Mayen, nánar tiltekið á
71.67 N ; -12.35 A , dýpi 10.0 km skv. skv.EMSC-CSEM.
Skjálftinn sást vel á flestum stöðvum á Norðurlandi u.þ.b. hálfri mínútu síðar.
Um 130 skjálftar voru staðsettir í vikunni og varð sá stærsti norður af landinu á Kolbeinseyjarhrygg á laugardagskvöld. Skv. EMSC-CSEM var skjálftinn af
stærð mb=4,9 og varð nærri SPAR-þverbrotabeltinu, á 68,88°N ; -17.49°A; dýpi 2 km. Sjö eftirskjálfar á stærðarbilinu 2,6-4,1 mældust í kjölfarið.
Suðurland
Nokkuð var um smáskjálftavirkni nærri Ölkelduhálsi á Hengilssvæði, 10 skjálftar mældust þar 8. nóvember, sá stærsti 2,4 að stærð.
Dreifð virkni mældist annars á Suðurlandbrotabeltinu. Litlu sunnar, í Áshverfi
(við ósa Þjórsár) mældust einnig tveir skjálftar á um 9 km dýpi. Báðir voru rétt rúmlega tveir að stærð.
Lítið var um virkni á Reykjanesskaga í vikunni en nokkrir skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg, við Geirfuglasker.
Norðurland
Austur af Grímsey mældust nokkrir skjálftar á sömu slóðum og hrinurnar sem urðu í 41.-42. viku og í síðustu viku. Fáeinir skjálftar mældust einnig
í Öxarfirði, á Skjálfanda, í mynni Eyjafjarðar og í Eyjarfarðarál.
Í nóvember og desember í fyrra urðu tvær litlar hrinur í Kaldbaki við Eyjafjörð. Í vikunni mældust
fimm skjálftar á sömu slóðum, sá stærsti 2,8 að stærð.
Hálendið
Einn lítill skjálfti mældist í norðanverðum Dyngjufjöllum og einn rétt austan Herðubreiðar. Þá mældust nokkrir skjáfltar við
Arnardalsfjöll, austan Kreppu. Aðeins hefur einn skjálfti (2001) mælst á þessu svæði síðan SIL-kerfið var sett upp en þess má geta að
næmni mælanetsins hefur aukist á þessum slóðum síðan nýju stöðvarnar norðan Vatnajökuls bættust við; þrjár í lok árs 2004 og tvær nú nýverið.
Tíu skjálftar hafa mældust undir Vatnajökli í vikunni, allir í norðvestanverðum jöklinum. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu 1,7-2,7 að stærð
og urðu við Kistufell, undir norðausturhlíðum Bárðarbungu, og rétt suðaustur af henni.
Tveir litlir skjálftar urðu undir Skjaldbreið en lítil virkni mældist undir Mýrdalsjökli, eða aðeins sjö (þar af náðu fimm stærðinni tveimur).
Þá mældust líka tveir skjálftar á Torfajökulssvæðinu.
Sigurlaug Hjaltadóttir og Þórunn Skaftadóttir