Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051114 - 20051120, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðfestir 187 atburðir, þar af 2 staðfestar sprengingar við Kárahnjúka. Í heildina var vikan róleg.
Nokkrar tilkynningar bárust frá almenningi um titring, glamur í gluggum, hurðum o.þ.h. um kl. 10:07 þann 14. nóv. (mánudag). Tilkynningar voru frá höfuðborgarsvæðinu og Biskupstungum. Enginn skjálfti mældist á þessum tíma, en ummerki eru um að flugvélar hafi verið að rjúfa hljóðmúrinn á þessum tíma, og reyndar líka um kl. 11:07 þó svo að engin tilkynning hafi borist þá.

Suðurland

Smáskjálftar á víð og dreif.

Norðurland

Smáskjálftar á víð og dreif. Nokkuð var um jarðskjálfta norður á Kolbeinseyjarhrygg, við svokallað SPAR misgengi - sjá kort.

Hálendið

* Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu. Nokkrir skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, en verulega hefur dregið úr virkni þar.
* Um 50 ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli á laugardag og sunnudag í tengslum við úrkomu - sjá umfjöllun hér. Einnig mældist einn skjálfti í eða undir Breiðamerkurjökli og þykir það fátítt.
* 36 atbruðir, þeir stærstu innan við 2 að stærð, voru staðsettir í Dyngjufjöllum og í grennd við Herðubreið í vikunni. Í byrjun vikunnar var áframhald á virkni við Arnardalsfjöll, skammt austan Kreppu. Virknin færðist síðan vestur á bóginn og var lengst af SV undir Herðurbreið - sjá mynd af tímaþróun síðustu tveggja vikna.

Halldór Geirsson