Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051205 - 20051211, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 127 jarðskjálftar og 8 sprengingar.

Suðurland

Virkni var mest á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu, en þar mældust hátt í 30 skjálftar, allir litlir.
Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesi, sá stærsti 2,2 stig vestan við Svartsengi.
Á Reykjaneshrygg mældust 6 skjálftar, flestir norðaustur af Eldey, en sá stærsti, 2,2 stig, sunnan við Geirfugladrang.

Norðurland

Virkni var mest í Öxarfirði og norðan við Tjörnes. Annars var virknin dreifð. Alls mældust 47 skjálftar norðan við land, sá stærsti um 30 km norðan við Grímsey, 2,8 stig.

Hálendið

Aðeins 3 litlir skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, allir vestan við Goðabungu.
14 skjálftar mældust undir Vatnajökli. Þeir voru á stærðarbilinu 0,7 - 1,8 stig.
Við Herðubreið mældust tveir skjálftar, 0,7 og 0,9 stig, og norðan Dyngjufjalla mældust tveir skjálftar, 1,2 og 2,1 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir