Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051219 - 20051225, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rétt tæplega tvö hundruð skjálftar voru staðsettir í jólavikunni, 19.-25.desember. Mest bar á skjálftavirkni við Herðubreið og undir/í Skeiðarárjökli á jóladag. Þá mældust nokkrir skjálftar í og við Bárðarbungu. Aðeins fáeinir jarðslkjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í vikunni.

Suðurland

Dreifð virkni mældist á Suðurlandi í vikunni. Sjö smáskjálftar á stærðarbilinu 0.1-0.8 mældust á Hestvatnssprungunni (frá 21. júní, 2000) og fimm á Holtasprungunni (frá 17. júní, 2000). Þá mældist einnig strjál virkni á Reykjanesskaganum.

Norðurland

Enn mældust skjálftar í Kaldbaki við austanverðan Eyjafjörð, eða alls 23 talsins og var sá stærsti 2,5 að stærð. Smáhrina varð einnnig rétt austan Grímseyjar.

Hálendið

Rólegt var undir Mýrdalsjökli í vikunni og voru aðeins 5 skjálftar staðsettir þar og einn í Eyjafjallajökli; tveir skjálftanna í Mýrdalsjökli voru yfir tvo að stærð (M=2,5). Þá voru tveir skjálftar staðsettir á Torfajökulssvæðinu.

Öllu líflegra var í Vatnajökli en 11 jarðskjálftar á stærðarbilinu 1.7-2,4 voru staðsettir í eða í námunda við Bárðarbungu. Þróun skjálftavirkni í Bárðarbungu síðan í ársbyrjun 2000.
Skjálftavirkni jókst einnig í Skeiðarárjökli um miðnætti á aðfangadag og var hún mest á jóladag, 25. desember. Alls voru 12 skjálftar á stærðarbilinu 1,4-2,2 staðsettir þar í vikunni. Að auki eru merki er um a.m.k. 24 aðra skjálfta sem ekki komu sjálfkrafa inn í kerfið en þeir hafa verið vistaðir og hugsanlegt er hægt að staðsetja e-a þeirra.

Á jóladag var einnig líflegt við Herðubreið er smáhrinur voru í gangi á tveimur stöðum við fjallið: rétt norðaustan við og suðvestan við Herðubreið, sjá sérkort af [Öskju]. Tveir skjálftar mældust einnig í Dyngjufjöllum, nærri drekagili.


Með þökk fyrir samstarfið á senn liðnu ári og ósk um farsælt komandi ár,
Sigurlaug Hjaltadóttir